Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 101
ANDVARI
RITHÖFUNDAR í ÚTLÖNDUM
99
textum. Hér er um að ræða tilraun til að átta sig á „samskiptum“ mikilvægs
erlends höfundar og hins íslenska bókmenntaheims, þ.e.a.s. greina ummerki
um verk hans og viðurvist í íslensku samhengi. Vitaskuld skipta þýðingar
miklu máli í þeim samskiptum, sem og tímasetning þýðinga eða „skortur"
á þeim. Einnig skiptir máli að hér er um að ræða höfund sem hefur öðlast
sterka stöðu í bókmenntum Vesturlanda, iðulega er vísað til sagnabóka hans
sem lykilverka í bókmenntasögunni og þau nýtt til samanburðar í umræðu
um önnur verk. Þannig virðast þau oft virka eins og loftvog á bókmenntalegt
veðurfar í ýmsum menningarsamfélögum.
III
James Joyce varð mjög umtalaður höfundur eftir að frægasta verk hans, skáld-
sagan Ulysses, kom út 1922. Mörgum þótti sem þetta verk, ásamt nokkrum
öðrum, m.a. ljóðabálkinum The Waste Land eftir T.S. Eliot sem út kom sama
ár, setti aukinn þunga í þá formgerðarbyltingu og framúrstefnutilþrif bók-
menntanna sem staðið höfðu nokkra hríð og sem síðan hafa oft verið kennd
við módemisma. Ekki varð þessa umróts mikið vart á Islandi, en þó birtust
nokkur verk þar sem sjá má hliðstæða framúrstefnu og fáein þeirra eru jafn-
vel í beinni samræðu við hræringar handan hafs, einkum þá Vefarinn mikli
fi'á Kasmír eftir Halldór Laxness sem út kom 1927. Sumt í þessari skáldsögu
er runnið úr expressjónisma og súrrealisma, eins og Laxness hefur sjálfur
bent á, og sitthvað minnir á Joyce. Ekki þó svo mjög á Ulysses. Löngu síðar,
í Skáldatíma, segir Laxness:
Þekkíng mín á James Joyce var mestan part feingin úr tilvitnunum í samtímalegum
bókmentaritgerðum frá surrealistisku árunum. Ég hafði Ulysses ekki milli handa í heilu
lagi fyren okkur tveim kunníngjum tókst að fá eintak af bókinni á leigu sem smyglvöru
fyrir dollar á dag í San Francisco 1928. En bókin var bönnuð í Ameríku þángaðtil 1933,
í Einglandi nokkrum árum leingur. Sjálfur eignaðist ég ekki eintak af Ulysses fyren í
París 1931, en síðan eitt eða fleiri á hverju ári um skeið, því svo margbannaðri bók var
ævinlega stolið frá manni jafnharðan. Ég hef aldrei skilið hversvegna Joyce er ekki tal-
inn höfuðskáld surrealismans, heldur ævinlega hafður í flokki útaf fyrir sig.5
Semsé, Laxness sér Ulysses ekki fyrr en árið eftir að Vefarinn kemur út og
lætur að öðru leyti í það skína að hann hafi ekki þekkt Joyce vel. En Vefarinn
er að mörgu leyti hliðstæður fyrri skáldsögu Joyce, A Portrait of the Artist
as a Young Man. Bæði verkin standa líkt og á þröskuldi, heimur raunsæissög-
hnnar er að baki og stigið er inn í brotaheim módemismans og á sama hátt
standa aðalpersónurnar, Steinn og Stephen, á tímamótum, þar sem takast
á frelsi nútímans, kall trúarinnar, sköpunarþráin og ástin.6 Þessar persónur
halda í gagnólíkar áttir í sögulok og eins fara höfundarnir ólíkar leiðir í skáld-