Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Síða 102

Andvari - 01.01.2005, Síða 102
100 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI sagnagerð að þessum verkum frágengnum. Joyce tók til við sinn móderníska Odysseif, en Laxness sneri sér að því að endumýja raunsæið í íslenskri sagna- gerð með Sölku Völku og Sjálfstœðu fólki. Skáldsögunni óx mjög fiskur um hrygg sem bókmenntagrein á Islandi fyrir og um miðja 20. öld og átti Halldór Laxness ekki lítinn þátt í þeirri þróun. Þar kemur þó einnig við sögu sá mikli kippur sem hljóp í þýðingar og með þýddum sögum eflist tungutak borgarinnar í bókmenntunum. Margar íslenskar skáldsögur fjölluðu um umskiptin sem fylgdu flutningi úr sveit í þéttbýli en einnig fór að kræla á Reykjavíkursögum, verkum sem gerðu ráð fyrir borginni sem uppvaxtarstað og jafnframt stað þar sem hvað helst mátti skynja áhrif nútímavæðingar í ýmsum myndum. Ein þessara Reykjavíkursagna er Vögguvísa eftir Elías Mar sem út kom 1950 og fjallar um ungt og eirðarlaust samtímafólk sem er undir áhrifum bandarískrar dægurmenningar og jafnframt endurómar sagan talanda þessa unga fólks, m.a. ný slanguryrði. Athyglisverðast við málheim sögunnar, og einkar nýstárlegt í íslensku samhengi, er þó að hún endar á rúmlega þriggja blaðsíðna hugflæði eða vitundarflæði (e. „stream of consciousness“) aðalper- sónunnar, Bambínó, þar sem hann liggur á gangstétt eftir að hafa verið fleygt út af skemmtistað. Það vekur furðu að í þeim ritdómum sem upprunalega birtust um bókina skuli ekki vera rætt um þessa tækni sem hlýtur að minna á hinn fræga lokakafla Ulysses, vitundarflæði Mollýar Bloom, þó svo að texti Elíasar sé skipulagðari í sniðum. Þótt ekki sé hér með beinu orðalagi vísað til Mollýar eða Joyce, má segja að með þessum tjáningarhætti í sögulok lyfti Elías Mar hatti sínum í átt til hins írska höfundar og bjóði jafnvel upp á umræðu um tengsl nútímalífs og vitundarmiðlunar í skáldskap.7 Islenskir ritdómarar veltu því hinsvegar einkum fyrir sér hversu vel lukkuð þjóðfélags- gagnrýni þessarar skáldsögu væri - og voru reyndar ekki á einu máli um það - en hún er semsé lesin eins og saga í hefðbundnu formi þjóðfélagsraunsæis og aðrir þættir hennar þaggaðir ef svo má segja - þ.á m. sá þáttur sem kalla má joycískan.8 IV Þögn þarf ekki að þýða að vitund skorti um höfund og verk hans. Það er ljóst að frá og með þriðja áratugnum voru ýmsir íslenskir bókmenntamenn sér meðvitandi um róttækar nútímahræringar í evrópskum bókmenntum - og Joyce var orðinn fyrirferðarmikill á þeim sjóndeildarhring. Hérlendis sáu sumir módernismann sem ógn við hin hefðbundnu gildi sveitasamfélagsins sem þeir vildu framlengja inn í borgaralegt samfélag, en aðrir litu svo á að módemisminn væri einmitt hámark hinnar borgaralegu nútímamenningar sem drepa bæri hendi við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.