Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 122

Andvari - 01.01.2005, Side 122
120 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI Danska ljóðskáldið Poul P. M. Pedersen sendi frá sér sex bindi þýðinga íslenskra ljóða á dönsku á árunum 1961-82. í eftirmála annars bindis, en það var ljóðaúrval Steins Steinars (Rejse uden Ififte, 1964) nefnir Pedersen (bls. 187) skáld sem haft hafi áhrif á ljóðagerð Steins, og telur sérstaklega Erik Lindegren sem Steinn hafi kynnst þegar hann dvaldist ár í Svíþjóð um miðjan fimmta áratuginn. Auk þess nefnir Pedersen Arthur Lundkvist, Harry Martinson, og sænskumælandi finnsku skáldin Edith Södergran og Elmer Diktonius. Ennfremur nefnir Pedersen svo bandarísku skáldin T.S. Eliot og Carl Sandburg sem líklega áhrifavalda. / Svíþjóð Hannes Sigfússon segir í endurminningum sínum 1985 frá samvistum þeirra Steins í Stokkhólmi undir árslok 1945, og m. a. (bls. 18) af kynnum þeirra af samtímaskáldunum sænsku, „förtitalisterna“. Þar nefnir hann sérstaklega verk Erik Lindegren, mannen utan vág (Veglaus maður), og segir að þar var hroðað saman orðum sem stönguðust hvert við annað af slíkum fítonsanda að allt skyn- samlegt samhengi var óhugsandi. En Hannes gerir lítið úr áhrifum þessara skálda á þá Stein: Okkur Steini vaknaði að vísu nokkur forvitni af þessum skrifum um ný skáld, og við munum báðir hafa gluggað í tímarit þeirra „40 tal“, án þess að festa hug eða sérstakan áhuga á lesmálinu. Steinn var kominn að lokum höfundarferils síns og glímdi við strangt tersínuform sem var að því leyti nýstárlegt að það hylmdi rækilega yfir skoðanir höfund- arins á tilverunni. Eg var aftur á móti óskrifað blað og óráðin gáta í bókmenntalegu tilliti og næstum blindur á annan skáldskap en var í ætt við Stein. Auk þes var ég enn á þeim buxunum að mér væri fyrirhugað að verða skáldsagnahöfundur þegar tímar liðu fram. Mér sýnist að Hannesi skjöplist greypilega um Stein, og verður komið að því hér á eftir. Auk þess átti Steinn enn rúman áratug ólifaðan, og orti þá, m.a. þau ljóð sem hér um ræðir. Erik Lindegren (1910-68) gaf fyrst út ljóðabókina Posthum ungdom 1935, hún þótti vönduð en býsna hefðbundin (Göransson, bls. 226). Fá ljóð birti hann næstu árin, orti mannen utan vág frá því í ágúst 1939 til jafnlengdar 1940, en fékk ekki útgefendur. Loks gaf hann sjálfur út bókina með liðstyrk vina, tveimur árum síðar, og aðeins í 200 eintökum (Linder, 838) - eins og Steinn Tímann og vatnið 1948. Ekki voru ritdómar sérlega jákvæðir (Görans- son, 846), bókin gekk jafnvel fram af helstu módemum Ijóðskáldum Svía. „Ljóð fyrir ljóðskáld“ kallaði Gunnar Ekelöf hana, Arthur Lundkvist lofaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.