Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 125
ANDVARI
UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS
123
í Lokaljóðum Steins). Hliðstæður eru dregnar fram í mannen utan vág, þegar
margar setningar í röð hefjast á að (att). Allskyns hliðstæður í orðalagi em og
áberandi í Tímanum og vatninu, og nægir að benda á upphafsljóðið sem dæmi.
Tíðni merkingarbærra orða segir þó meira. I mannen utan vág ber sérstak-
lega mikið á auga, sjá, skoða o.þ.u.l.5 í ljóðum Steins er sjónskynjun enn
meira áberandi. En fleiri orð hljóðskynjunar kæmu til álita, svo sem sam-
hljómur, þytur, hlátur og þögn6, þótt miklu meira beri á birtu, Ijósi, skugga,
myrkri, sól(skini) o.þ.u.l. Mér virðist hinsvegar ófæra að flokka þessar flóknu
ljóðmyndir Steins tölulega eftir sjón- eða heymskynjun.
Starsýnast verður þó Hallberg á tíðni sértaka (bls. 535), helstu orð um þau
eru dauði, draumur o. fl. þ. h., líkt og hjá Steini7. Með þeim fyrirvara að ekki
er víst að Hallberg hafi talið eins mörg sértök, þá virðast þau tvöfalt meira
áberandi í Tímanum og vatninu og Lokaljóðum Steins en í mannen utan vág.
Margt af þessu er algengt í ljóðum, en þó hefur löngum þótt óljóðrænt að
nota sértök. En á móti kemur, að þessi sértök eru yfirleitt tengd hlutlægum
fyrirbærum, og það á sérkennilegan hátt, ekki síst í eignarfallssamsetningum,
svo sem brátt skal rakið.
Hvað sem líður fyrrgreindum ummælum um að mannen utan vág sé tor-
skilið, þá er það að sama skapi laðandi til túlkunar. Raunar er margt auðskilið
í því, t.d. setningin „að skjóta óvin og vefja vindling“ (xxviii, 1), sem sýnir
tilfinningakulda gagnvart manndrápum, enda er ljóðabálkurinn ortur í upp-
hafi seinni heimsstyrjaldar. Og þannig eru margar Ijóðlínur, enda er nokkuð
um tiltölulega hefðbundnar líkingar innan um þær nýstárlegu. Fáein dæmi
mætti nefna: stormur endumýjunar (vii,13), grenitrén draga vængi (xi, 6),
skarpt ljós vitundarinnar (xvii, 1), bað rökkursins (xviii, 6), blístur regnsins
(xx, 8), dropar tímans í skaut liðins (xxii, 11), högg örlaganna (xxxv,8).
Þannig grípur ljóðabálkurinn mannen utan vág lesendur með kunnuglegu
ljóðmáli, en leiðir þá skjótt í ógöngur, ef svo mætti að orði komast. Linder
segir (bls. 841-5) að vissulega eigi sú túlkun við mestan hluta ljóðabálks-
ins að ljóðin spegli sama sálarástandið aftur og aftur, en þó megi rekja frá-
sagnarþráð í bálkinum. Upphafsljóðin tvö, sem standa í svigum, lýsi því að
ómögulegt sé að komast til botns í heiminum. Síðan sé fylgt ferð „mannsins
vegalausa“, sem einnig birtist sem auga á stöpli og sem flóttamaður, er leiti
dauðans, Kristi líkur beri hann fram viðvaranir, en ævinlega ríki úrræðaleysi.
En úr vonbrigðunum rísi ljós, mitt í bálkinum, hefur Linder eftir samtíða
túlkandanum Wall. Bjartari hliðar tilverunnar birtist í ljóðunum xxi og xxii,
en aftur syrti í xxv-xxvii. Þannig gangi þetta áfram, sitt á hvað, en í síðustu
tveimur ljóðunum nái „förumaðurinn“ nýrri sýn, sem rúmi bæði neikvætt og
jákvætt í stóískri ró. Lesendur munu kannast við að þessi heildarmynd á í
meginatriðum einnig við Tímann og vatnið.
Hallberg vitnar í lok túlkunar sinnar (bls. 553) til orða Pauls Ricoeur um