Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 128

Andvari - 01.01.2005, Page 128
126 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI þau verða helmingur litarorða í stað þriðjungs. Svavar rekur m.a. (bls. 38 og 40) að algengasta litarorð Steins sé hvítur, í fjórðungi dæma, en næst gangi blár, fimmtungur dæma. Aðeins þriðjungur dæma blás er ósamsett, en meira en helmingur dæma um hvítt. Ennfremur segir Svavar (bls. 44-5): það eru einkum 4 litir sem hafa fleiri samsett dæmi en ósamsett, þ.e. blár, gulur, bleikur og brúnn. Þeir síðastnefndu 2 eru þó í sérflokki, þar sem dæmin eru svo fá. [...] Mestur munur er á svörtum, þar sem samsettu dæmin eru fjórðungur á við hin ósamsettu. Þá er næst rauður, 18:7, en síðast grænn, 11:5, og hvítur 28:16. Þetta staðfesti könnun mín13. Raunar eru flestir litir tengdir einhverjum ákvörðunarliðum. Ahrif þess eru jafnan myndræn skerpa. Því hefur verið haldið fram (af Silju Aðalsteinsdóttur, bls. 37), að hvítt sé neikvæður litur í Tímanum og vatninu. Mér telst þó aðeins fjórðungur dæm- anna benda eindregið til þess, hvítt er í 4 dæmum tengt við harm, sorg og dauða. Svavar telur fleiri dæmi (bls. 39 t.v.), og virðist mér það alveg tilhæfu- laust, svo sem rakið var um greinar Peters Carleton og Silju Aðalsteinsdóttur í bók minni 1992 (bls. 85-7). En í Lokaljóðum Steins eru engin slík dæmi um hvítt, það er hinsvegar litur draums og fallegs hests. Sama hlutleysi gildir um blátt. Þetta er myndræn litanotkun en ekki óeðlileg, eins er um margrænt djúpið. Jafnvel þegar um hreinan lit er að ræða í öðrum tilvikum, er hann svo óvenjulegur, að það leiðir til hins sama; myndrænnar skerpu; rauður sjór og grænn sandur í Tímanum og vatninu. Venjulegri litanotkun getur einnig verið myndræn, þegar liturinn er tekinn fram; sólin á gulum skóm, og talað um gult raf og rautt ljós. Ennfremur má nefna að mismunandi litir eru gjaman settir saman til að skapa andstæður; í Tímanum og vatninu: „Dimm- blár skuggi/ á hvítum vegg“, „dimmblátt auga [..] hvít hönd“, „gljásvart myrkrið flaug gullnum vængjum“, „hið rauðgula hnoða“, dumbrauðir fiskar, úr moldbrúnum höndum, ljósgult höfuð, dökkbrýnd gleði, á gráhvítum veg- inum. I Lokaljóðum Steins er eins farið að; „Lát [...] hvítan vegg verða að húmbláum skugga“, „blásvartir fiskar í glæru vatni“, „Grár fugl í gulrauðu þangi“, glórauðan blómvönd, ryðbrúnan sand, gulhvíta stjörnu, „úr eldgulu rökkri, „gulir hringir á gráum fleti, grænt strik“, „Rautt gler, gult blóm“. Að öllu samanlögðu virðist litanotkun mjög áþekk í Tímanum og vatninu og Lokaljóðum Steins, fyrir utan hvíta litinn að hluta, sem fyrr segir. Litanotkun í mannen utan vág er gerólík þessu. Þar er í fyrsta lagi mjög lítið um liti (ein 30 dæmi, þ.e. 0,5% orðafjöldans, en í hér umræddum ljóðum Steins er tíðnin tífalt meiri (4.5%-5.5%, hið síðamefnda í Tímanum og vatn- inu). Litir mannen utan vág eru nær alltaf hreinir, og mest ber á gráum lit. Það er litur steins, auga náttúrunnar, hárs (Medúsu), angistar, loks er silfrað (xxxix) og krómað (xxxv). Næst gengur svart (5 dæmi), einnig mest nei- kvætt: tár, dægur, segull haturs, geimur, riddari. Rautt er haft um blóð (2),
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.