Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 134

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 134
132 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI og ást/ eins og tvílitt blóm“ (2), en einnig er sú samlíking höfð um annarlegra fyrirbæri: „Eins og furðuleg blóm/ vaxa fjarlægar veraldir/ út úr langsvæfum /líkama mínum“ (21). Einnig er tilfinningu líkt við dýrmætt efni í skartgripi: „sorg mín glitraði/ á grunnsævi þínu/ eins og gult raf.“(5). Kunnuglegra er að líkja sorg við haf, sömuleiðis að sorg eins nái fundi annars, en það gerir haf ekki nema hér: „falin sorg mín/ nær fundi þínum/ eins og firðblátt haf ‘ (10). Loks er hugsunum líkt við hesta, annarlega lita: „Eins og blóðjárnaðir hestar/ hverfa bláfextar hugsanir mínar/ inn um bakdyr eilífðarinnar“ (12). Einnig er líkt við manngerða hluti, og er auðskilinn fallvaltleikinn í annarri samlíkingu: „líf mitt stóð kyrrt/ eins og kringlótt smámynt,/ sem er reist upp á rönd“ (6). Timinn er „eins og mynd“ (auk þess að vera „eins og vatnið“, sem er öllu hefðbundnara,l), einnig hvarf hann „eins og tár, sem fellur/ á hvíta hönd“ (6). í Lokaljóðum Steins er hér einna hefðbundnast að líkja lífinu við ferðalag, að vísu með nokkuð óvenjulegum og myndrænum hætti: „Eins og löng, löng ferð/ á línhvítum fáki/ er líf manns.“ (Hvítur 2). Sérkennilegri er önnur lík- ing um lífið: „Eins og logandi fingur/ kringum lokaða vitund mína/ fór líf þitt“ (Hringurinn 1). Kunnuglegra er að líkja draumi við fugl: „hvítt eins og vængur/ míns fyrsta draums/ er fax hans“ (Hvítur 1), en sérkennilegra er að líkja hugsun við bráðið vax: „Og hugsun mín hvarf/ í hinn heita jarðveg,/ sem hálfstorkið vax“ (Rigning 2). Hjá Halldóri Laxness er töluvert um að sértök séu tengd hlutlægum fyrir- bærum með samlíkingum. Fyrir koma kunnugleg atriði, auðmýkt hins lægsta jarðargróðurs, og sál er líkt við fugl: „Sál mín er auðmjúk eins og lítið gras,/ ástrík og trúuð líkt og heimskur fugl“ (Ljóð 4, 3-4). En hitt er undarlegra að lfkja sálinni við tiltekna mannveru: „Önd mín er frjáls eins og útlendur prestur“ (Vorkvæði 2,3), eða hluta hennar við nýtækni í samgöngum: „sam- viskulaus eins og bifreiðaumferð í aprílmánuði“ (Nótt 6,2). Einnig er sömu árstíð líkt við dýr: „Apríllinn fnæsir sem fælinn hestur/ falinn í kálgörðum Hörpu“ (Vorkvæði 2,1-2). Stöku sinnum er hlutlægu líkt við sértækt. í mannen utan vág er blár litur á ísi lögðu hafinu eins og frelsi, - og blaktir sem fáni (xxii, 13). I Tímanum og vatninu er vatni líkt við vitund, enda er um hvort tveggja sagt að það sé: „kalt og djúpt“ (1) og nóttin kemur „eins og nafnlaus saga“. - en þá „Inn í hugans neind“(13), sem óhjákvæmilega er óskiljanlegt. Hjá Halldóri Laxness er það sem virðist einna undarlegast: „Dagleið mín var sem draumur svartrar konu“ (í áfanga 1,1—2)16. Formlega eru víðlíkingar útskýringar. En síst eru þessar viðlíkingar til skilningsauka, t.d. þegar hlutlægu er líkt við hlutlægt í Tímanum og vatn- inu, svosem þegar hljóði er líkt við ljós: „þytur óséðra vængja/ fer um rökkvaða sál mína/ eins og rautt ljós“(8), „rödd þín [...] eins og rautt ljós“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.