Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 134
132
ÖRN ÓLAFSSON
ANDVARI
og ást/ eins og tvílitt blóm“ (2), en einnig er sú samlíking höfð um annarlegra
fyrirbæri: „Eins og furðuleg blóm/ vaxa fjarlægar veraldir/ út úr langsvæfum
/líkama mínum“ (21). Einnig er tilfinningu líkt við dýrmætt efni í skartgripi:
„sorg mín glitraði/ á grunnsævi þínu/ eins og gult raf.“(5). Kunnuglegra er
að líkja sorg við haf, sömuleiðis að sorg eins nái fundi annars, en það gerir
haf ekki nema hér: „falin sorg mín/ nær fundi þínum/ eins og firðblátt haf ‘
(10). Loks er hugsunum líkt við hesta, annarlega lita: „Eins og blóðjárnaðir
hestar/ hverfa bláfextar hugsanir mínar/ inn um bakdyr eilífðarinnar“ (12).
Einnig er líkt við manngerða hluti, og er auðskilinn fallvaltleikinn í annarri
samlíkingu: „líf mitt stóð kyrrt/ eins og kringlótt smámynt,/ sem er reist upp
á rönd“ (6). Timinn er „eins og mynd“ (auk þess að vera „eins og vatnið“,
sem er öllu hefðbundnara,l), einnig hvarf hann „eins og tár, sem fellur/ á
hvíta hönd“ (6).
í Lokaljóðum Steins er hér einna hefðbundnast að líkja lífinu við ferðalag,
að vísu með nokkuð óvenjulegum og myndrænum hætti: „Eins og löng, löng
ferð/ á línhvítum fáki/ er líf manns.“ (Hvítur 2). Sérkennilegri er önnur lík-
ing um lífið: „Eins og logandi fingur/ kringum lokaða vitund mína/ fór líf
þitt“ (Hringurinn 1). Kunnuglegra er að líkja draumi við fugl: „hvítt eins og
vængur/ míns fyrsta draums/ er fax hans“ (Hvítur 1), en sérkennilegra er að
líkja hugsun við bráðið vax: „Og hugsun mín hvarf/ í hinn heita jarðveg,/
sem hálfstorkið vax“ (Rigning 2).
Hjá Halldóri Laxness er töluvert um að sértök séu tengd hlutlægum fyrir-
bærum með samlíkingum. Fyrir koma kunnugleg atriði, auðmýkt hins lægsta
jarðargróðurs, og sál er líkt við fugl: „Sál mín er auðmjúk eins og lítið gras,/
ástrík og trúuð líkt og heimskur fugl“ (Ljóð 4, 3-4). En hitt er undarlegra
að lfkja sálinni við tiltekna mannveru: „Önd mín er frjáls eins og útlendur
prestur“ (Vorkvæði 2,3), eða hluta hennar við nýtækni í samgöngum: „sam-
viskulaus eins og bifreiðaumferð í aprílmánuði“ (Nótt 6,2). Einnig er sömu
árstíð líkt við dýr: „Apríllinn fnæsir sem fælinn hestur/ falinn í kálgörðum
Hörpu“ (Vorkvæði 2,1-2).
Stöku sinnum er hlutlægu líkt við sértækt. í mannen utan vág er blár litur
á ísi lögðu hafinu eins og frelsi, - og blaktir sem fáni (xxii, 13). I Tímanum
og vatninu er vatni líkt við vitund, enda er um hvort tveggja sagt að það sé:
„kalt og djúpt“ (1) og nóttin kemur „eins og nafnlaus saga“. - en þá „Inn í
hugans neind“(13), sem óhjákvæmilega er óskiljanlegt.
Hjá Halldóri Laxness er það sem virðist einna undarlegast: „Dagleið mín
var sem draumur svartrar konu“ (í áfanga 1,1—2)16.
Formlega eru víðlíkingar útskýringar. En síst eru þessar viðlíkingar til
skilningsauka, t.d. þegar hlutlægu er líkt við hlutlægt í Tímanum og vatn-
inu, svosem þegar hljóði er líkt við ljós: „þytur óséðra vængja/ fer um
rökkvaða sál mína/ eins og rautt ljós“(8), „rödd þín [...] eins og rautt ljós“