Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 137

Andvari - 01.01.2005, Page 137
ANDVARI UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS 135 bundnara er að hugur mælanda flýgur (17), en við hvað draumi hans er líkt, ullhvítum (19) er erfiðara að segja, gæti verið ský. Draumur mælanda „glóði í dulkvikri báru“ (10), og er ekki gott að vita hvort þar er enn líkt við raf eða annað. Þessar líkingar snúast einkum um drauma í Lokaljóðum Steins, og er mest líkt við náttúrufyrirbæri, en nokkuð við mannvirki. Sértak er t.d. gert efniskennt með lit (sem er þó einnig afmarkaður með sértaki): „úr dulhvítri fjarlægð“ (Húsið 2), einnig er hug líkt við efni, líkt og í Tímanum og vatninu: „við brennandi huga minn“ (Tíminn og vatnið 3). Draumi er líkt við fugl, en það er degi hér lrka, draumurinn er ungi hans: „Meðan draumur minn felst/ undir drúpandi vængjum/ dagsins í gær“ (Liðinn dagur. 3), einnig er draumi líkt við jarðveg, sem þrá er líkt við jurt í: „Lát dauðvona þrá mína/ skjóta djúpum rótum/ í draum þinn“ (Tveir draugar, 1). Sérkennilegra er að líkja bæn við dautt efni og neikvætt: „bæn mín fellur/ yfir blekkingu tímans/ eins og blakkt ryk“. Minna er hinsvegar um að hlutlægu sé líkt við annað hlutlægt fyrirbæri, en þar ber mest á nótt og degi. Degi er ekki bara líkt við fugl, heldur einnig við hús, og (blóðugan) líkama: „Undir hálfþaki dagsins“ (Hádegi 1), „í blóð- stokknu ljósinu“ (Liðinn d 2), en myrkri er bæði líkt við jám, gróður og hest: „ryðbrunnið myrkur" (20), „Upp af svefnþungum gróðri/ saltsins og dimm- unnar“ (Augu mín 2), „myrkursins fax“ (0,3), Loks má telja að þögn virðist líkt við fljót: „þögn mín rann/ út í þrotlaust djúpið“ (þögn, 3). Hjá Halldóri Laxness em óskiljanlegri aðrar líkingar: „Heimur vor er ljóðdjásn frá lungunum til nefsins/ Lofgerð vor er úthverfa grískra sjúkdómsnafna“. (Nótt 1,3-4). Enn lengra gengur þessi tvinnaða líking: „þú græddir upp ljóðastraums gullmörk/ með göllum á freraslóð“ (Borodin 1-2). Eins og ég rakti áður (1992, bls. 58 o.áfr.) virðist röklegur skilningur kerfisbundið útilokaður. Tvinnað Hér höfum við séð mörg dæmi um langsóttar líkingar, raunar er það megin- einkenni þessa líkingasafns alls, hve langt er á milli kenniliðar og myndliðar, og geðþóttakennt að tengja þetta tvennt. En auk þess er það sameiginlegt einkenni á mannen utan vág og ljóðum Steins að ganga skrefi lengra á sömu braut, að tvinna líkingar svo, að flétta einni langsóttri líkingu í aðra. Utkoman verður þá óræð. Stundum em tvær ósamstæðar líkingar bara tengdar í mannen utan vág: Innilokaðar auðnir dragast eftir fingrum manns, en fyllt krukka múmíunnar syngur vongóð (xvi, 5-6). Flóknara er eftirfarandi dæmi með tveimur óvenju- legum persónugervingum. Líkt og dúnkraftur tekur lauslega á köllun sinni, þannig reka fljót hælinn í gegnum jörð skorts (ii, 3-6). Ekki er svo langsótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.