Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Síða 144

Andvari - 01.01.2005, Síða 144
142 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI var og dularfull myndhvörf eða hálfmyndir einsog Sigurður skólameistari Guðmunds- son kallaði það, að sögn Kristjáns Karlssonar. Þá eru kvæðin byggð á þverstæðum eða andstæðum til áhersluauka. En ég sé engar sundraðar setningar eða samhengislausar í þessum kvæðum því vísanimar og táknin eiga að skýra það sem ósagt er. Þessi kvæði eru í raun táknrænn skáldskapur og heyra symbólismanum til, fyrst og síðast. Matthías telur síðan upp helstu nýrómantísk skáld frá Einari Benediktssyni til Jakobs Smára. Ljóð þeirra eru vissulega í áttina til módernisma, en þó er afgerandi munur; annarsvegar er samstilling blæleitni (sýmbólisma) en hins- vegar er sundurleitni módemisma, svona í stórum dráttum sagt. Eg efa ekki að til séu kvæði sem verða ljósari þega lesendur átta sig á meira eða minna duldum vísunum þeirra til annarra bókmenntaverka, goðsagna o.þ.u.l., þá verði þau skiljanleg röklega. En ég hlýt að mótmæla því að ljóð eins og „Sorg“ njóti sín ekki nema lesendur átti sig á vísunum þess í Opinberun Jóhannesar og lesi hana inn í kvæðið. Jóhann velur vissulega myndmál kvæð- isins þaðan, svo sem Hannes Pétursson rakti 1973, en það hefur sín áhrif í kvæðinu (og hafði þá haft í hálfa öld!) rétt eins og í biblíuritinu. Eða eins og Matthías hefur eftir Kristjáni Karlssyni (bls. 204): skáldin eru eins og krákan og tína upp glitrandi brot og raða þeim upp á nýjan leik í nýju samhengi svo að þau fá nýja eða a.m.k. breytta merkingu, rétt eins og gömul orð í nýju samhengi, ekkisíst „útjöskuð rímorð“.[...] Með þessu er ekki sagt að hin tilfluttu brot komi upphaflega kvæðinu lengur við. Oft ekki. Skýringar Matthíasar á Tímanum og vatninu em sumar mjög persónulegar, og verður ekki séð á hverju þær byggjast, t.d. (bls. 215) að lesa krossfest- inguna inn í Tímann og vatnið: „í næsta kvæði er hin hvíta fregn um kross- festinguna flutt“. Jafntilefnislaus er t.d. fullyrðing hans (bls. 217): „Naglblá [hönd] er vísun í krossfestingu, dauðann sem verður ekki betur lýst en með andstæðunum nálægð fjarlægðarinnar“ Naglblá hönd er einfaldlega hönd með bláar neglur, svo sem sjá má af persónugervingu í öðru dæmi okkar (frá Dögun 1): „Um öxl þína nakta/ strauk nóttin/ naglblárri hendi". Auk þess er umdeilanlegt það sem Matthías segir (s.st.). „Og síðar er guð veiddur í blysmöskva og virðist jafnauðvelt og að veiða vindinn í net. Guð er semsagt óhöndlanlegur" - I Tímanum og vatninu sagði: „Net til að veiða vindinn:// Eins og svefnhiminn/ lagður blysmöskvum/ veiðir guð“ - og virðist eðlilegt að sjá hann sem geranda hér, þótt orðmyndin gæti líka verið þolfallsandlag - það væri bara andstætt öllum guðshugmyndum. Ég sé ekki að fólk verði nær skilningi á Tímanum og vatninu við fullyrðingar Matthíasar um að helstu mótsagnir ljóðabálksins séu eðlilegar og auðskildar. Honum fer bara eins og mörgum sem hafa orðið innlifaðir þessum ljóðum, að hafa tilfinningu fyrir samhengi, eða eins og hann orðar það sjálfur (bls. 215) um lokaerindi bálks-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.