Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 147

Andvari - 01.01.2005, Side 147
ANDVARI UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS 145 hún tengdi meiri andstæður saman. Því voru surrealistar einatt að vitna til klausu úr Söngvum Maldorors eftir Lautréamont31 (frá árinu 1869): „Fagurt eins og þegar saumavél og regnhlíf hittast af tilviljun á lílcskurðarborði“. Nú hafa franskir surrealistar oft verið nefndir til sem lærifeður Lindegrens, og áður (1992) vitnaði ég til þessarar aðferðar þeirra sem fyrirmyndar Halldórs Laxness og Steins. Hér vil ég þá frekar tilfæra hvemig Breton orðaði þetta aldarþriðjungi eftir Stefnuskrá surrealismans (sem hann vitnar til í byrjun eftirfarandi klausu), í ritinu Rísandi merki (Signe ascendanf2, bls. 11-12), 1947: „Því lengra sem er á milli þeirra fyrirbæra sem tengd eru - og tengslin þó rétt - þeim mun máttugri tilfinningu ber myndin og þeim mun meiri ljóðrænan veruleika." Svo bráðnauðsynlegt sem þetta skilyrði er, þá nægir það ekki. Við hlið þess skipar sér önnur krafa, sem gæti reynst siðferðileg, þegar allt kemur til alls. Athugið að enda þótt afstöðumyndin takmarkist við að varpa hinu skærasta ljósi á svip að hluta, þá getur hún ekki orðið jafna. Hún hreyfist milli þeirra tveggja fyrirbæra sem birtast, í ákveðna átt, og þeitri hreyfingu verður ekki smíið við. Frá fyrra fyrirbærinu til hins síðara markar hún lífsþrungna spennu sem beinist eins og mögulegt er að heilbrigði, ánægju, kyrrð, veittum þokka, samþykktum siðum. Verstu fjendur þessarar hreyfingar eru niðrun og bæling. - Séu ekki Iengur til göfug orð, þá bregst ekki að leirskáld afhjúpa sig með lág- kúrulegum tengingum, og eitt besta dæmi þess er þetta „gítar, syngjandi klofbað" frá höfundi, sem yfrið á af slíkum uppgötvunum. í ljóðum André Breton þykir mér einna mest bera á einskonar ástarljóðum, altént ljóðum sem hnitast um viðmælanda. En töluvert ber þó á slíkum ljóð- myndum, sem hann lýsti hér að framan, einkum frá 1923 að telja, í bókinni Jarðbirta (Clair de terre), sama gildir um félaga hans Aragon (frá og með Sífellda hreyfingin (Le Mouvement perpetuel), 1920-24). Ennfremur má telja Poul Eluard, einkum frá og með Ogœfa ódauðlegra (Les malheurs des immortels), sem hann gaf út með myndum Max Emst, 1922. Eðlilegast virðist þó að víkja hér að lokum að elsta dæmi sem ég þekki, það er bókin Segulsvið (eða Segulakrarl -Les Champs magnétiques) sem André Breton og Philippe Soupault ortu saman og gáfu út á árinu 1919. Þar er m.a. ljóð sem hér skal reynt að snúa33, enda þótt rímorðaleikur, einkum í 5. síðustu línu, sé illþýðanlegur. Mikill munaður Tré uppstoppuð af höllum Fangar náðaðir fyrir góða hegðun Fast ástand, fljótandi, loftkennt Skyndiblossi sólar Sveif gengur fyrir gufu akranna um morgun Það þarf að reikna með aðdáanlegri fjarlægðinni Það er ég sem stíg fyrstu skrefin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.