Andvari - 01.01.2005, Page 147
ANDVARI
UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS
145
hún tengdi meiri andstæður saman. Því voru surrealistar einatt að vitna til
klausu úr Söngvum Maldorors eftir Lautréamont31 (frá árinu 1869): „Fagurt
eins og þegar saumavél og regnhlíf hittast af tilviljun á lílcskurðarborði“. Nú
hafa franskir surrealistar oft verið nefndir til sem lærifeður Lindegrens, og
áður (1992) vitnaði ég til þessarar aðferðar þeirra sem fyrirmyndar Halldórs
Laxness og Steins. Hér vil ég þá frekar tilfæra hvemig Breton orðaði þetta
aldarþriðjungi eftir Stefnuskrá surrealismans (sem hann vitnar til í byrjun
eftirfarandi klausu), í ritinu Rísandi merki (Signe ascendanf2, bls. 11-12),
1947:
„Því lengra sem er á milli þeirra fyrirbæra sem tengd eru - og tengslin þó rétt - þeim
mun máttugri tilfinningu ber myndin og þeim mun meiri ljóðrænan veruleika." Svo
bráðnauðsynlegt sem þetta skilyrði er, þá nægir það ekki. Við hlið þess skipar sér
önnur krafa, sem gæti reynst siðferðileg, þegar allt kemur til alls. Athugið að enda þótt
afstöðumyndin takmarkist við að varpa hinu skærasta ljósi á svip að hluta, þá getur hún
ekki orðið jafna. Hún hreyfist milli þeirra tveggja fyrirbæra sem birtast, í ákveðna átt,
og þeitri hreyfingu verður ekki smíið við. Frá fyrra fyrirbærinu til hins síðara markar
hún lífsþrungna spennu sem beinist eins og mögulegt er að heilbrigði, ánægju, kyrrð,
veittum þokka, samþykktum siðum. Verstu fjendur þessarar hreyfingar eru niðrun og
bæling. - Séu ekki Iengur til göfug orð, þá bregst ekki að leirskáld afhjúpa sig með lág-
kúrulegum tengingum, og eitt besta dæmi þess er þetta „gítar, syngjandi klofbað" frá
höfundi, sem yfrið á af slíkum uppgötvunum.
í ljóðum André Breton þykir mér einna mest bera á einskonar ástarljóðum,
altént ljóðum sem hnitast um viðmælanda. En töluvert ber þó á slíkum ljóð-
myndum, sem hann lýsti hér að framan, einkum frá 1923 að telja, í bókinni
Jarðbirta (Clair de terre), sama gildir um félaga hans Aragon (frá og með
Sífellda hreyfingin (Le Mouvement perpetuel), 1920-24). Ennfremur má
telja Poul Eluard, einkum frá og með Ogœfa ódauðlegra (Les malheurs
des immortels), sem hann gaf út með myndum Max Emst, 1922. Eðlilegast
virðist þó að víkja hér að lokum að elsta dæmi sem ég þekki, það er bókin
Segulsvið (eða Segulakrarl -Les Champs magnétiques) sem André Breton og
Philippe Soupault ortu saman og gáfu út á árinu 1919. Þar er m.a. ljóð sem
hér skal reynt að snúa33, enda þótt rímorðaleikur, einkum í 5. síðustu línu, sé
illþýðanlegur.
Mikill munaður
Tré uppstoppuð af höllum
Fangar náðaðir fyrir góða hegðun
Fast ástand, fljótandi, loftkennt
Skyndiblossi sólar
Sveif gengur fyrir gufu akranna um morgun
Það þarf að reikna með aðdáanlegri fjarlægðinni
Það er ég sem stíg fyrstu skrefin