Andvari - 01.01.1941, Qupperneq 9
andvari
Jón Ólafsson
5
batnaði og velmegun óx, hófust fyrir alvöru framkvæmdir á
sviði landbúnaðarins og hið nýja landnám færðist ört út.
Slétturnar í túnunum urðu víðáttumeiri með hverju ári, en
þýfið eyddist. Girðingar — þótt ekki væru það hleðslugarðar
— komu kringum túnin og vörnuðu gripaágangi. Nokkur túnin
gáfu af sér tvöfalda töðu við það, sem áður var, og hana stór-
um kraftmeiri en þá, sem af þýfinu fékkst. Ekki var þó nema
hálft starf að vinna tún þessi við það, sem áður var. Þá var
almennt farið að vinna að sléttun með hestverkfærum, plóg
og herfi, en nú síðustu tvo áratugina með dráttarvélum, og
er nú töðufall margra túna orðið margfalt við það, sem áður
var. Engjabætur hafa og orðið miklar, og vélavinna við hejr-
skap sparar á sumum býlum mannafla um helming. Þá má
ekki gleyma húsabótum, þótt enn þurfi þar mikilla umbóta.
Hinú nýja landnámi hafa fylgt afar miklar vega- og brúar-
gerðir. Þá leið, sem áður var farin með mestu erfiðismunum
a þrem eða fjórum dögum, þjóta nú bilar á fáeinum klukku-
timum. Má lengi telja þannig þær framfarir, sem orðið hafa
á landi. Höfuðborg vor hefur tvítugfaldazt að íbúatölu, breytzt
úr tómthúskofaþorpi í tízkubæ. Sími er kominn um allt land
°g útvarp á flest heimili.
Miklar hafa framfarirnar verið á landi þetta tímabil, en þó
hafa þær engu minni verið til sjávar. Frá því um 1870 fjölgar
fiskiskútunum (kútterunum) hægt og hægt fyrst í stað, en
örara á síðasta tugi aldarinnar. Árið 1891 var stofnaður stýri-
mannaskólinn í Reykjavík, undir stjórn Markúsar Bjarnason-
ar, ágætis kennara. Setti hann og lærisveinar hans þann svip
á sjómannastéttina um skeið, sem Ihafður var að ágætum. Eftir
aldamótin, þegar íslandsbanki er stofnaður og meira fjármagn
flyzt inn í landið, fjölgar þilskipum mjög, en róðrarbátum
fækkar. Þá á næstu árum flytjast inn bátamótorar, og kemur
þar vélaafl í stað ára og segla. Um þær mundir eignast íslend-
ingar sína fyrstu togara, eins og síðar mun sagt verða, og á
lám árum koma þeir upp álitlegum togaraflota fyrir slíka
sniáþjóð. Eimskipafélag Islands er því næst stofnað og síðan
yniis önnur félög til þess að eignast og hafa í förum eimknúin