Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 64
60
Mcistari H. H.
ANDVAHt
Þetta þrennt: orðaforðinn, orðavalið, orðalagið, er aðalat-
riði allt saman, undirstöðuatriði íslenzkukennslunnar, ís-
lenzkunámsins, islenzkuliunnáttunnar.
íslenzk orð,
islenzkar menntir
—- islenzk framtíð.
Vér íslendingar liöfum löngum verið hálfgerðir ratar (í
nýrri merkingu) að sumu levti. Oss hefur verið ósýnt um að
setja oss markmið, márka stefnu,. velja leiðir. Vér liöfum
verið gjarnir á að láta auðnu ráða, og það hefur yfirleitt elvlvi
verið forsjá að þákka, að vér höfum eldd hvað eftir annað,
þótt vér höfum „róið í Jesú-nafni, allir farið út í liafsauga
og marg-drepið oJíkur“, eins og karlinn í Landeyjunum sagði.
Þess háttár ráðlag dugir ekki lengur. Nú verðum vér sjálfir
að tengja ,,í oss að einu verld anda, kraft og lijartalag“ og
eiga ekki undir því, að fáninn geri það einn án nokkurs til-
verknaðar sjálfra vor. Þetta eina verk er að geyma framtíð-
inni mál vort óspjallað, fagurt og lireint, fága það og' fullkomna
svo, að allt það lof, sem vér og aðrir höfum á það borið til
þessa, verði staðfastur, óbrigðull og varanlegur sannleikur,
ef það hefur að talsverðu leyti verið skáldskapur einn hing'-
að til.
Orð myndast; orð breytasl; orð lærast; orð gleymast. Þetta
er eðlilegt, en hitt þarf ekki að vera eðlilegt fremur en verk-
ast vill, að tilviljun ráði því ein, hvaða orð gleymast, og það
er sinnuleysislegt menningarleysi að láta þá, er miniíst hugsa
um orðaforðann og sízt vanda orðavalið og orðalagið, ráða þvi,
hvernig orð myndast og hreytast og hvaða orð lærast og hvaða
orð gleymast. Það á vitanlega að fara eftir ásettu ráði. Vér
eigum að gleyma orðuin og orðatiltækjum, sem eru málinu til
lýta. Vér eigum að sporna við öllum hreytingum, er geri málið
að öðru máli en það hefur verið og er. Vér eigum að læra og
muna þau „orð, sem eru voldug og sterk fyrir eilífa fram-