Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 9

Andvari - 01.01.1945, Side 9
ANDVAlil Þorsteinn Gislason 5 Ijósi og'sól. Það er eitthvað í alnáttúrunni, sem á skylt við út- þrá og heimþrá mannsins.“ Átthögum sínum lýsir Þorsteinn einnig á þennan hátt: „Ég er alinn upp við víðsýni uppi á Fljótsdalshéraði, og ég kunni aldrei við þrönga útsýnið niðri í fjörðunum . . . Það er nú ef til vill bernskudraumur hjá mér, en mér linnst Dyr- fjöllin, milli Borgarfjarðar eystra og Héraðsins, vera falleg- ustu fjöllin, sem ég hef séð, þ. e. a. s. eins og þau blasa við l’rá bernskustöðvum mínum. Ef þið hafið verið á norðurbrún Fjarðarheiðar í góðu veðri og góðu sltyggni og horft þaðan yfir Fljótsdalshérað, þá hafið þið séð fagra sjón. Og ekki síð- ur, ef þið hafið séð yfir Héraðið frá fjöllunum ofan við Vell- ina . . . Yfirsýn yfir Héraðið, með óteljandi vötnum og víðum sléttum yzt fjalla á milli, en Leginum stórum og breiðum ofan til, er víða fögur.“ Tvitugur að aldri gekk liann inn í 2. bekk Latínuskólans. Hann minnist þessara ára í grein í Lögréttu 1932 („Einn ár- gangur í Latínuskólanum“): „Kennslustofurnar í skólanum voru óvistlegar lestrarstofur og svefnloftin þar þannig, að nú þætti alls ekki við slíkt un- andi. En oft var glatt á hjalla í skólanum, og J)ar var miðstöð alls félagslífs piltanna. Þeir litu á sig eins og fastan hóp, og samheldni þeirra var meiri en nú á sér stað.“ Hann minnist á breytinguna, sem varð á slcólanum eftir alda- mótin, og telur liana hafa orðið til bóta og álítur rangt, að stúdentar síðan hafi verið verr að sér en áður var. Hann ritar velvild og virðingu um kennarana B. M. Ólsen, Halldór Kr. Priðriksson og Jón Þorkelsson. Þorsteinn var á Jjessum árum „Framtíðar“forseti og tók Jnikinn J)átt í félagslífi pilta. >.Eg held,“ segir Þorsteinn, „að flestir, sem verið hafa í Lat- niuskólanum, eigi meira eða minna af góðum og skemmtileg- rnn endurminningum frá þeim árum . . . Þegar ég nú (1932) lít til baka yfir vegarspotta námsáranna, finnst mér ferðalagið urn hann helzt liafa verið skemmtiför. Og J)ó var ég einn þeirra Uianna, sem varð að spila þar á eigin spýtur. Hópl'erðir skóla-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.