Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 57
ANDVARl
Lýðveldishugvekja um islenzkt mál
53
ruslið af ýmsu öðru máli, er flutt er í útvarpið. Gæti orðið úr
því notaleg „fanta-sía“, er þeir væru síaðir dálítið, er verst
leika feðratungu vora á öldum ljósvakans.
„Varðar mest: til allra orða
undirstaða sé réttlig fundin."
Eysteinn munkur Ásgrimsson.
Málið er fyrst og fremst orð. Þetta er undirstöðuatriði, eins
og áður er tekið fram, en þar næst er annað meginatriði, sem
málþrifnaðarmenn ástunda og leggja verður ríka áherzlu á við
kennslu móðurmálsins, og það er orðavalið. Það veiðui að
kenna nemendum að meta orðin, rannsaka, hvaða oið beztu
rithöfundar vorir hafa notað um hvert hugtak, velja þau ui,
er bezt eiga við í hvert skipti, og temja sér í þessu efni smekk-
vísi í samræmi við heilbrigða skynsemi. Smekkvís maður
velur smekkvislega milli orða svipaðrar merkingar og tiðlicl-
ur hin smekklegustu. Honum þykir óhæfa að kalla guð stóran,
vel geta farið á því að ltveða svo að orði, að hestur sé mikill,
en sjálfsagt að tala urn stóran stein. Málfarssóði notar hins
vegar jafnan munntömustu orðin, en það er óvandi. Fyi ii
þeim, er hafa það háttalag að viðhafa jafnan tungutömustu
orðin, l'er óumflýjanlega svipað og verzlunarmanninum á
bakkanum, er vandist á að hafa blótsyrði í staðinn fyrir hvaða
nafnorð semvar og sagði: „Þú þarna, séra djöfull (nafn piesls-
ins)! Komdu með eitthvert helvíti (ílát) undir andskotann
(brennivínið)!“
Margt er það sjálfsagt, er þrúgar orðavali fólks til hnign-
Unar uni þessar mundir, samneytið við setuliðið („ástandið ),
óskynsamlegur lestur erlendra blaða og bóka, óvandaðai þvð-
ingar útlendra rita og fleira því um likt, en allt myndi þetta
verða skaðlítið, ef ekki væri eymdarfarangur sjálfra vor allt
°f margra, vanmáttartilfinningin fyrir máli voru gagnvait
öðruni málum. Það vræri afsakanlegt og saklaust, ef hun þjaim-
aði aðeins fávísu fólki, en það tekur út yfir allan þjófabálk
undirlægjuháttarins við erlend áhrif, þegár lærðir menntamenn