Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 40
36
Meistari H. H.
ANDVARt
Þráðurinn í endurreisnarsögu íslenzkrar tungu tekur af öll
tvímæli í því efni, en finna má önnur dæmi, er bera að sama
brunni. Oss íslendingum er títt að svipast um að liætti þeirra,
er litlir eru fyrir sér, og gá að, hvernig aðrir haga sér, áður en
vér ráðum við oss jafnvel sjálfsögðustu hluti, og mun oss því
einnig um þetta málefni vera kærkominn stuðningur að fyrir-
mynd annarrar menningarþjóðar.
Englendingur, sem lagt hefur stund á nám móðurmáls síns
í því skyni að kenna það síðan, svarar spurningu um það,
hvað sé góð enska, á þann veg, að það sé „konungsenska“;
það er það mál, sem konungurinn talar og þeir, sem umgeng-
ast hann. Ef spurt er enn fremur, hvert sé helzta undirstöðu-
atriði slíks málfars, þá er svar lians það, að jafnan skuli frern-
ur nota orð af engilsaxneskum uppruna, ef til er, en róm-
önslcum.
Svipað er að segja um íslenzkt mál. Ef spurt er, livað sé
góð íslenzka, verður rétt svar, að það sé vandað alþýðumál,
og enn fremur, að undirstöðuatriði þess sé að nota jafnan
heldur orð af innlendum uppruna og myndun, ef til er, en
erlendum, - - og úr því að lieldur fáfengilegt mál að uppruna
og myndun eins og enskan getur haft á sér þann hefðafhrag,
sem lýst var, hversu miklu freinur skyldi þá ekki forngilt
orðlistarmál eins og íslenzkan, þaulvígt í óteljandi þrekraun-
uin í þúsund ár milli dróttkvæða og lyndisljóða, alfræði og
getspeki, seiðs og sögu, píslargráts og brunavísna, — mál, er
„land og stund í lifandi myndum, Ijóði vígðum, geymir í sjóði“,
geta húið að sínu — góðu búi, ef vel er til þess vandað, þótt
það sé ekki kennt til konungs, heldur til þess, sem honum er
ineira, alþýðunnar?
Vandað alþýðumál er einfalt og látlaust mál, eins og það
streymir vel gefnum alþýðumanni af rnunni fram í samræini
við eðlilega hugsun hans, rökrétt og hreint, laust við afbakanir
og latmæli, rangmæli og flækingsorð, íklætt orðum, sem runn-
in eru af sameiginlegum rótum, kviknað liafa hvert af öðru,
bera hirtu hvert á annað, svo að hugsunin hirtist í fullum
ljóina uppruna síns. Gáfaður alþýðumaður og greindur, en