Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 81
axdvari
Við Skaftárelda
77
miðjan september. Sums staðar féll og vikuraska, sem orsak-
aði bæði málnytubrest og að skepnur urðu horaðar á afréttum,
og heynýting ei hin bezta."1)
Vatnsfjarðarannáll yngri talar um öskuryk, dimmu og ólyfj-
anarfýlu, um Vestfirði þetta sumar, sem fyrr var ritað, og virð-
ist því, að þar hal'i líku farið fram.2) — Það er eftirektarvert,
að Magnúsi Péturssyni og Pétri Þorsteinssyni ber saman um,
að eldreykjarmóðan hafi byrjað uin trinitatis sunnudag. Jón
Sveinsson segir um hvítasunnuleyti. Kemur þetta mjög heim
við upphaf Skaftáreldanna, en gossins varð fyrst vart i byggð
á hvitasunnudag.
Séra Jón Steingiímsson lýsir eldrnóðunni og' áhrifum eld-
gossins á þessa leið:
8 júní gerði öskufall, nokkuð því líkt sem af útbrenndri
steinkolaösku, er varð að svartri leðju á jörðinni, er askan
samlagaðist vatni. 10. júní var veður þykkt nieð úrkomu, er
sveið í augun og á beru börundi, ef á kom. Sólin var að sjá
seni rauður eldhnöttur og tunglið rautt sem blóð, og þegar
þeirra skini sló á jörðina, bar hún sama lit. Þessi litur á lofti
tiélzt lengi um sumarið, og' geta þeir Magnús Pétursson og
l3étur Þorsteinsson báðir um jietta. Að kveldi hins 14. júní datt
ytir stórregn úr gosmökknum með skolavatnslit eða ljósbláum
tarfa, en ofur rammt og' svo lyktarslæmt, að brjóstveikir gátu
varla andann dregið af loftinu og lá við öngvitum. Fuglar
tlýðu brott eða drápust og svo silungar í vötnum. Gras jarð-
ar, sem nú var í listilegasta vexti, tók að fölna og falla. Hold
°g mjólk kvikfénaðar fór hvert af eftir öðru. í þrjár vikur féll
þessi ölyfjan við og við á jörðina, liæði af öskunni og brenni-
steins- og saltpétursregninu, sem aldrei var utan sand í bland.
Skoltar, nasir og fætur á kvikfénaði, sem grasið beit eða gekk
l|m það, urðu fagurgulir og sárir. Öll grös jarðarinnar tóku
ttl að fölna og visna, fyrst þau grös, sem lauf eða blöð höfðu.
störina kom kyrkingur. Elftingin visnaði seinast, enda kom
Ö Lbs. 914 4to.
2) Sbr. Phim: Historien om min Handel, Kh. 1799, bls. 17—18.