Andvari - 01.01.1945, Side 26
22
Alexander Jóhannesson
ANDVAIU
kímni hans birtist í ádeilnkvæðum eins og „Skáldastyrkur-
inn“, „Grafskrift", „Gvendur og Glói“, en í þjóðkvæðastíl eru
ýmis ágæt kvæði eins og „Við hafið“, „Hrafninn“, „Svarti
fuglinn", „Leiðsla“, „Halla“ og „Þjóðtrú“, enda sagði Guð-
mundur Finnbogason uin þessi kVæði, að í þeim væri þjóðvísu-
uggur og þjóðvísuþrá. Enn annars eðlis eru kvæði eins og
„Móðirin“, „Nótt“, „Geislinn“ o. fl. Sveitadýrð lýsir Þorsteinn
í ýmsum kvæðum eins og „Uppi í sveit“, „Áning“ (ort undir
sonnettuhætli), „Útreiðardagur" og „Göngusöngur“. Mörg
þessara viðfangsefna eru algeng í íslenzkum kveðskap, og er
gaman að bera t. d. móðurkvæði Þorsteins saman við móður-
kvæði Matthíasar eða annarra góðskálda.
Stórbrotin eru tvö kvæði Þorsteins í þessu safni, „Gjögur-
nes“ og „Hornbjarg“, og sýna þau vel, að Þorsteinn gat einnig
lýst hinu hrikalega, tröllaukna, dulúðga. í kvæðinu Hornbjarg
er jietta erindi:
En sá sveimur! En þau læti!
En það sarg og garg!
Auðséð var, sá urmull þóttist
eiga jjetta bjarg.
Hver um annan sveiflast; sjónir
svimar við jjær milliónir.
Yfir ræður enginn; fjöldinn
allur fer með völdin.
Þorsteini var Ijúft að minnast æskustöðvanna á Austfjörð-
um, bæði í ræðu og riti. Sum jiessara kvæða og ritgerða eru
ekki í Ijóðasöfnum hans, en voru birt i Lögréttu. („Á forn-
um stöðvum", Lögr. 1932, 1. h. og „Austfirðingakvöld“, sama
ár, 4.—5. h.), en ræða hans, „Austurland" (Lögr. 1935, 1. h.)
sýnir, hve sterkum böndum liann var tengdur æskustöðv-
unum.
Þorsteinn hugsaði margt um eðli skáldskapar. Ýtarleg þeklc-
ing á helztu höfuðskáldum annarra þjóða, bæði Norðurlanda,
Þjóðverja og Englendinga, víkkuðu sjóndeildarhring hans, auk
þeirrar reynslu, er lífið sjálft færði honum.