Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 33
ANDVARl
Lýðveldishugvekja um íslenzkt mál
29
hvern fjörkipp, sem þjóð tekur, kemur hóglætistímabil. Þá
hvilist hún uin sinn. Þá verður hún að gæta þess, að lífsstefna
hennar missi ekki markmiðs. Hik, sem verður að efa um,
hvort rétt sé stefnt, er örlagaþrungið.
Efinn er fylgja óvissunnar og óvissan er böl, en það er þó
hót við því böli, að efinn er spurull, leitar að endursvari, heimt-
ar þekkingu á því, sem um er að velja.
Mannlegu eðli er þann veg farið, að mjög örðugt er flestum
að velja, ef um fleira en tvennt er að véla. Þetta er áskapað
fyrir hið óumflýjanlega lögmál rökrænnar hugsunar, er allir
heilbrigðir menn verða að hlíta, hvort sem þeir hafa nokkurn
tíma litið í rökfræði eða ekki, en verða undir eins varir, ef
þeir veita því einhvern tíma athygli, hvernig þeir liugsa sjálfir.
hví er sagt, að „sá á kvölina, sem á völina“. Enn þá örðugra
verður þetta, þegar hópur einstaklinga eða samheild, félag,
sté11, þjóð, á að velja. Fjöldi getur ekki svarað öðru vísi en
annaðhvort játandi eða neitandi. Þess vegna lendir til dæmis
fólkstjórnarskipulagið oft svo mjög í handaskolum og víða, að
fólk er neytt til þess vegna óhreinlegrar flolckaskiptingar að
eiga um fleira en tvennt að velja. Fyrir þá sök verður að greiða
svo vel úr málefnum, er leggja skal fyrir almenning til úr-
skurðar, að loks sé ekki nema um tvennt að velja. Valið getur
orðið fullörðugt samt, en nokkuð má þó auðvelda það enn
með því að leggja það fvrir í andstæðum spurningum.
t rræði eru því til á örlagastund.
Svo er nú komið, þegar að er gáð með hliðsjón á því, sem
framar hefur sagt verið, að fyrir oss íslendingum liggur að
greiða skýlaus svör, jákvæð eða neikvæð, við tveimur and-
stæðum spurningum, er skera úr um stefnuna í lífi þjóðar-
•nnar og tilveru hennar um alla framtíð, ef þeim er af alvöru
svarað. Þessar spurningar eru
(mnaðhvort:
Eigum vér að hætta að vera íslendingar?
eðu:
Eigum vér að halda áfram að vera íslendingar?