Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 35
ANDVAHJ
Lýðveldishugvekja um íslenzkt mál
31
Sumum þykir meira um vert að eiga margt g'óðra gripa, fast-
eigna og verðbréfa en búa yfir gnótt andlegra fjársjóða, sem
hvorki mölur né ryð fá grandað, og leggja meiri rækt við
ágirni til fjár og landa en goðum borna hugsun, — skilja alla
hluti jarðlegri skilningu, því að þeim er eigi gefin andleg
spekin, eins og Snorri Sturluson kom orðum að þessu.
Ef öllum þorra þjóðar vorrar er nú þegar þenna veg farið,
þá er auðvitað, að rétt er einungis jákvætt svar við fyrri spurn-
ingunni.
Ef vér nú svörum henni játandi, og það liggur óneitanlega
vel fyrir þeim, er hafa magann fyrir sinn guð og hugann fastan
við jarðneska muni, eins og þar stendur, þá er sæmilegast
nð fara hreinlega að, vera ekki að daðra við áleitni erlendra
áhrifa og mannskemma sig á istöðuleysi gegn þeim, heldur
gefa sig þeim á vald alfarið. Þetta virðist nú orðið fremur
auðvelt. Fyrir utan málið er lítið annað eftir af íslenzkum
þjóðerniseinkennum en dálítið af nokkuð sérkennilegum
’ uddaskap, sem ekki er ástæða til að leggja verulega rækt við.
há eigum vér að láta semja oss vandaða kennslubók í stofn-
ensku og læra þessi um það bil sjö liundruð orð í ensku, sem
hunria þarf til þess, að málleysi sé elcki því til fyrirstöðu, að
nienn geti haft ofan í sig að éta, leggja íslenzkuna hreinlega
*yi’ir róða handa þeim til að draga upp úr djúpi gleymskunn-
ar> sem gaman hafa af því að dunda við dauð mál. Þegar
nialið væri farið, væru önnur þjóðerniseinkenni, sem hingað
U1 llafa verið tínd til, ekki lengi til fyrirstöðu. Þau hafa verið
furðu fljót að mást síðustu áratugina, eins og áður var að
vikið.
Ótrúlegt er þó, ef nokkuð er að marka þátttöku vor íslend-
lnga í atkvæðagreiðslunni um lýðveldismálið fyrir skemmstu,
uð margir finnist meðal vor, sem reiðubúnir séu í alvöru að
greiða jákvætt úrslitasvar við fyrri spurningunni, því að ómót-
niælanlegt er, ef málefnið er rakið og reifað til þrautar, að það
eilt veitir oss raunþolinn rétt til sjálfstæðrar lilveru sem þjóð,
uð vér erum Islendingar og höfum verið það í meira en þús-
und ár — 0g getum haldið áfram að vera það í önnur þúsund
3