Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 90
8G
Þorkell Jóhannesson
ANDVARt
nokkru síðar leiddi til þess, að biskupsstóll á Hólum var niður
kagður og svo Hólaskóli. Eigi er þess heldur kostur að ræða hér
um Iok einokunarverzlunarinnar. Má þó að vísu rekja tildrög
J)essara umhyltinga að nokkru til áhrifa Skaftárelda og móðu-
harðindanna. Verður hér aðeins vikið stuttlega að umræðum
og framkvæmdum, er varða sjálft hallærið og bætur á því og'
afleiðingum þess í þrengra skilningi.
35. janúar 1785 ritaði Rentukammerið tvö bréf, annað til
flotastjórnarinnar en hitt til forstjóra konungsverzlunarinnar,
varðandi brottflutning fólks af íslandi vegna hallærisins.
Rentukammerið hafði þá rætt þetta mál, og voru menn á einu
máli um, að ef af þessu yrði, kæmi þó ekki til greina að flytja
utan annað fólk en það, er þrotbjarga væri og öðrum til byrði:
gamalmenni, munaðarlaus hörn, sjúka menn og vanburða og
svo vinnulausa flækinga. Gert var ráð fyrir, að tekið yrði
til útflutnings af fólki þessu 500 manns og skyldi flotastjórnin
og verzlunarstjórnin gera áætlun um kostnað af slíkri fram-
kvæmd og miða áætlun sina við þessa tölu. Flotastjórnin á-
ætlaði, að það myndi kosta 7—8 þús. rd. að senda eitt eða öllu
heldur tvö skip eftir fólki þessu. En forstjórar konungsverzl-
unarinnar töldu, að væri fólkið flutt með skipum verzlunar-
innar og tekið í skipin á höfnum þeirra kring um land, myndi
kostnaðurinn ekki þurfa að fara fram úr 1700—1800 rd. Var
þá ekki annað til kostnaðar talið en fæði fólksins. Skipsrúm
myndi nóg vera, er útflutningsvara væri lítil, og því ekki reikn-
uð skipsleiga.1)
18. janúar bað Rentukammerið Levetzow kammerherra um
skriflegt álit lians um brottflutninginn, með þeim hætti, sem
fyrr var greint, hvað með því mælti, að þetta yrði gert, og hvað
hér væri helzt til fyrirstöðu, svo og um ráðstafanir, sem hér
þyrfti að gera, ef lil framkvæmda kæmi, til tryggingar því,
að tilgangi yrði náð. Þessu svaraði Levetzow með bréfi 30. jan-
úar. I hréfi þessu kemur það fram, að Levetzow hafði nolckra
sérstöðu i málinu. Var honum einkuin umhugað að losa land-
1) Innkomin bréf til Rk., bók í Þskjs., nr. 8f,G-—G7.