Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 91
ANDVARl
Við Skaftárelda
87
ið við vistlausa menn og flakkara. í svari sínu til Rentukamm-
ersins telur hann það raunverulegt góðverk að losa landið við
öreiga beiningamenn og landhlaupara. Hér ætti þó einnig með
tið fljóta svo kallaðir ómagar, þ. e. vanheilt fólk og börn, sem
bændum bæri að ala önn fyrir að landslögum, og leggur hann
því til, að tala þeirra, sem til mála komi að flytja utan,
verði hækkuð úr 500 í 800. Þá taldi hann nauðsynlegt, að fyrir
því yrði séð með konungsboði nokkru, að hægt væri að bei.ta
valdi, ef menn sýndu mótþróa gegn brottflutningnum. Enn
fremur yrði fyrir fram ákveðið, frá hvaða höfnum brottflutn-
ingurinn slcyldi fram fara. Áttu yfirvöld að gera skrá um það
fólk, er flytja ætti, og skipstjórnarmenn, sem við fólkinu tæki,
látnir bera ábyrgð á því, að enginn slyppi í land aftur.1)
Með könungsúrskurði 2. febr. 1785 var nefnd skipuð til þess
að gera tillögur um málefni íslands. Nefnd þessi er stundum
kölluð landsnefndin síðari. Var mjög tif manna vandað í nefnd
þessa. Áttu þar sæti m. a. Sehimmelmann fjármalaráðherra,
Kristján Reventlow greii’i og Jón Eiríksson, enn fremur for-
stjórar konungsverzlunarinnar, þar á meðal W. A. Hansen og
Karl Pontoppidan, Þorkell lögmaður Fjeldsteð og' Levetzow.
Átti nefndin að gera tillögur um viðréttingu á högum þjóðar-
innar eftir tjónið af Skaftáreldum og urn nýja skipan verzl-
unarmálanna. Enn fremur málefni biskupsstólanna.
Á fyrsta fundi nefndarinnar, 9. febrúar 1785, kom brott-
flutningsmálið til umræðu. í fundargerð nefndarinnar er und-
irtekta einstakra nefndarmanna ekki getið, en Þorlcell Fjeld-
steð óskaði eftir því að gera skriflega grein fyrir áliti sínu um
þetta mál. Var það álit lagt fyrir næsta fund nefndarinnar,
14. febrúar. Lagði Þorkell þar eindregið gegn hugmynd þess-
ari. Rölc hans voru þau, að þetta væri alls kostar óhagkvæmt,
þvi að hér væri um sjúklinga, gamalmenni og börn að ræða að
mestum hluta, en framfærslukostnaður væri miklu lægri á ís-
landi en í Danmörku og því miklu kostnaðarminna að leggja
fólki þessu eitthvað frá Danmörku, meðan Aið þyrfti, heldur
1) Þskjs. Innk. bréf til Rk. 1785, nr. 868.