Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 89
ANDVAKt
Mð Skaftárelda
85
1831. Höfundur hennar, Hannes biskup Finnsson, var gagn-
merkur fræðimaður og því sízt að undra, þótt frásögn hans
um atburði, er honum sjálfum mátti lcunnugt um vera, væri
fylgt síðan af Jóni Sigurðssyni og öðrum íslenzkum sagna-
mönnum.1) Og eklci er sagan tilefnislaus með öllu. En að vísu
er hún þó alröng. Skal nú þetta efni rakið nokkru framar eftir
þeim heimildum, sem fyrir hendi eru.
IX.
Þegar kom fram um nýár 1785, þótti stjórninni ekki rnega
dragast öllu lengur að taka málefni íslands til rækilegrar í-
hugunar. Hallærinu var ekki lokið og vandséð, nema enn kynni
að leiða til aukinna vandræða af þeim völdum. Á biskups-
stólunum báðum var nú svo komið, að skólahald varð að falla
niður vegna vistaskorts og fjárhagsvandræða, en auk þess lá
Skálholtsstaður að mestu í rústum eftir landskjálftana sum-
arið áður. Aðstoðarbiskupinn, Hannes Finnsson, sem nú átti
að taka til fulls við biskupsstólnum í Skálholti, var flúinn það-
an. En gamli biskupinn, Finnur Jónsson, sat þar enn, gat ekki
fengið af sér að flytjast brott, þrátt fyrir allt. Konungsverzl-
nnin hafði orðið að taka á sig allmiklar fjárhagslegar skuld-
bindingar vegna hallærisástandsins, og horfði nú til þess, að
konungssjóður yrði fyrir miklu tjóni af þessum völdum, og
varð ekki séð fyrir endann á því. Var slíkt því síður þolandi, er
aílir virtust nú á einu máli um það, að einokunarskipulagið
væri og hefði lengi verið til einbers tjóns íslendingum og frá-
leitt að Icosta fé til þess að viðhalda slíku ástandi. Hér lá þvi
fyrir að gera nýjar ráðstafanir vegna hallærisins, skipa máluni
biskupsstólanna af nýju og breyta verzlunarmálum landsins
i nýtt horf. Ekkert af þessu þoidi lengri bið. -— Hér verður
með öllu sleppt að tala urn málefni biskupsstólanna og stóls-
skólanna og ráðstafanir, sem gerðar voru um flutning stóls
og skóla úr Skálholti til Reykjavíkur og sölu stólseignanna, er
1) Sjá um ])etta Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróarskeldu, Kh. 1840, bls.
f- ~~ Hér segii- Jón Sigurðsson fortaksiaust, að flytja liafi átt alla íslend-
higa utan og setja niður „á I.ýngheiði á Jótlandi".