Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 86

Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 86
82 ÞorkelL Jóhannesson ANDVARI nauðstaddra manna á íslandi, en jafnframt þótti sjálfsagt að láta rannsaka verksummerki eftir eldana og fá um þá eins ná- lcvæma skýrslu og unnt væri. Svo stóð á, að Lauritz Andreas Thodal, er hér hafði gegnt stiftamtmannsembætti siðan 1770, var tekinn að eldast og bila að heilsu og vikli láta af þessu starfi. Hafði stjórnin augastað á kannnerherra v. Levetzow til þess að taka við stiftámtmanns- embætti af Thodal, en hann hafði síðan 1781 verið deputerað- ur í Rentukammeri og fengizt þar við Islandsmál, en áður hafði hann ferðazt nokkuð um landið, og var hann því ekki með öllu ókunnugur landshögum. Þótti vel l'allið að senda hann nú til íslands til þess að aðstoða Thodal og kynna sér jafnframt hagi þjóðarinnar af eiginraun. Með honum var svo sendur Magnús Ólafsson amtmanns Stefánssonar. Hann var þá við nám í Kaupmannahöfn og liafði meðal annars lagt þar nolckra stund á náttúrufræði, og þótti því vel fallinn til þess að rannsalca sjálfa eldana og áhrif þeirra. Var nú skip búið til íslandsferðar haustið 1783 með þá félaga og' birgðir ýmsar til hjálpar bjargþrola fólki. Skipið varð afturreka frá Islandi til Noregs og komst ekki til hafnar á Islandi fyrr en um miðjan apríl. Dvöldust þeir Magnús liér imi sumarið 1784, kynntu sér eldstöðvarnar, verksummerki og afleiðingar eld- gossins og hagi manna eftir eldana og snéru við það aftur til Danmerkur um haustið. Ritaði Magniis síðan ágætt rit uffl Skaftárelda og er það höfuðheimild um þá, auk eklrita og sevi- sögu séra Jóns Steingrímssonar, sem fyrr var sagt. Meðan þessu fór fram, gekkst Carl Pontoppidan, einn af forstjórum konungsverzlunarinnar, fyrir því, að leitað yrði almennra samskota í Kaupmannahöfn til hjálpar nauðstöddum mönnum á íslandi. Söfnuðust skjótt 9701 rd. Var Thodal stifl- amtmanni tilkynnt þetta með bréfi vorið 1784 og honum faliö að annast eftir föngum hjálp til nauðstaddra manna úr eld- sveitunum, í þeim vændum, að þeir gætu komið af nýju fótum undir búskap sinn. Fékk hann lil umráða fé nolckurt í þessu skyni. Gerði Thodal svo sem fyrir hann var lagt, og urðu fræg viðskipti þeirra séra Jóns Steingrímssonar, sem segir í sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.