Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 86

Andvari - 01.01.1945, Page 86
82 ÞorkelL Jóhannesson ANDVARI nauðstaddra manna á íslandi, en jafnframt þótti sjálfsagt að láta rannsaka verksummerki eftir eldana og fá um þá eins ná- lcvæma skýrslu og unnt væri. Svo stóð á, að Lauritz Andreas Thodal, er hér hafði gegnt stiftamtmannsembætti siðan 1770, var tekinn að eldast og bila að heilsu og vikli láta af þessu starfi. Hafði stjórnin augastað á kannnerherra v. Levetzow til þess að taka við stiftámtmanns- embætti af Thodal, en hann hafði síðan 1781 verið deputerað- ur í Rentukammeri og fengizt þar við Islandsmál, en áður hafði hann ferðazt nokkuð um landið, og var hann því ekki með öllu ókunnugur landshögum. Þótti vel l'allið að senda hann nú til íslands til þess að aðstoða Thodal og kynna sér jafnframt hagi þjóðarinnar af eiginraun. Með honum var svo sendur Magnús Ólafsson amtmanns Stefánssonar. Hann var þá við nám í Kaupmannahöfn og liafði meðal annars lagt þar nolckra stund á náttúrufræði, og þótti því vel fallinn til þess að rannsalca sjálfa eldana og áhrif þeirra. Var nú skip búið til íslandsferðar haustið 1783 með þá félaga og' birgðir ýmsar til hjálpar bjargþrola fólki. Skipið varð afturreka frá Islandi til Noregs og komst ekki til hafnar á Islandi fyrr en um miðjan apríl. Dvöldust þeir Magnús liér imi sumarið 1784, kynntu sér eldstöðvarnar, verksummerki og afleiðingar eld- gossins og hagi manna eftir eldana og snéru við það aftur til Danmerkur um haustið. Ritaði Magniis síðan ágætt rit uffl Skaftárelda og er það höfuðheimild um þá, auk eklrita og sevi- sögu séra Jóns Steingrímssonar, sem fyrr var sagt. Meðan þessu fór fram, gekkst Carl Pontoppidan, einn af forstjórum konungsverzlunarinnar, fyrir því, að leitað yrði almennra samskota í Kaupmannahöfn til hjálpar nauðstöddum mönnum á íslandi. Söfnuðust skjótt 9701 rd. Var Thodal stifl- amtmanni tilkynnt þetta með bréfi vorið 1784 og honum faliö að annast eftir föngum hjálp til nauðstaddra manna úr eld- sveitunum, í þeim vændum, að þeir gætu komið af nýju fótum undir búskap sinn. Fékk hann lil umráða fé nolckurt í þessu skyni. Gerði Thodal svo sem fyrir hann var lagt, og urðu fræg viðskipti þeirra séra Jóns Steingrímssonar, sem segir í sögu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.