Andvari - 01.01.1945, Blaðsíða 76
72
Þorkell Jóhannesson
ANDVARt
ekkert varanlegt tjón af öskufalli og hvergi í byggðum Vest-
ur-Skaftafellssýslu, nema í Fljötshverfi. Það náði sér ekki
strax. Magnús Stepliensen getur þess auk heldur, að sumarið
eftir eldana, 1784, — en þá var óvenjulegur grasbrestur víðast
um landið —-, liafi Vestur-Skaftafellssýsla og þá einkum Síðan
og Meðallandið átt að fagna mjög góðri, næstum ótrúlega mik-
illi grassprettu hvarvetna. Mátti liann bezt um þetta dæma af
eigin sjón og raun. Um öskufall annars staðar á landinu var
ekki að ræða, nema lítils háttar ryk eða ösku vott, sem síðar
skal getið í sambandi við eldmóðuna.
Að öllu þessu athuguðu virðist mér fullljóst, að Skaftárgíg-
ar hafi ekld gosið mjög mikilli ösku og áreiðanlega hvergi
nærri eins miklu öskumagni eins og sýnt er, að upp kom í
Heklugosum þeim, sem fyrr var getið. Mætti það því virðast
heldur ósennilegt, þótt hklega verði ekki fortekið, að aska
þaðan hafi slæðzt alla leið til Noregs og Skotlands, hvað þá
til Danmerkur og Hollands. Fæst víst seint úr því skorið með
nölckurri vissu.
Þá skal vikið að sjálfri eldmóðunni.
IV.
Sumarið 1783 varð vart undarlegrar og með öllu óvenju-
legrar móðu eða misturs í lofti, eigi. aðeins á íslandi, sem
áður var að vikið, heldur og um Bretlandseyjar, Norðurlönd,
Mið- og Austur-Evrópu, Miðjarðarhafslönd, norður á Afríku-
strönd, og um Asíu, allt til Síberíu, jafnvel vestur um Atlanz-
haf, í Norður- og Suður-Ameríku. Þorvaldur Thoroddsen hefur
samið ritgerð um eldreykjarmóðuna 1783. Ritgerð þessi er
prentuð í Afmælisriti lil dr. Kr. Kálunds, Kh. 1914. Rekur
hann þar allt, er hann hafði getað fundið skráð um fyrir-
brigði þetta. Ástæðan til þess, að náttúrufræðingar tóku að
rifja upp aftur þessa fornu atburði, var sú, að eftir gosið mikla
á eynni Krakatau í Indlandshafi 1883 urðu menn varir líkra
fyrirbrigða á lofti víða um lönd. Hér var reyndar um að ræða
einn hinn stórfelldasta náttúruviðburð, sem sögur fara af, er
landspilda á stærð við Heimaey sprakk í loft upp. Á fáum