Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 27

Andvari - 01.01.1933, Page 27
Andvari Fiskirannsóknir. 23 sem ulan til nefnist Skagagrunn, langt norður í haf (á 66 45' n. br.) austan við Húnaflóadjúpið, en milli þess og Grímseyjargrunns, sem naer álíka langt út og Skaga- grunnið, er breitt djúp, sem kvíslast í Skagafjarðardjúp að vestan og Eyjafjarðarál að austan, hvort sínum *negin við Fljóta- og Siglunesgrunnið. Loks er breitt djúp á milli Grímseyjargrunns og Sléttugrunns og kvísl- ast það, líkt og hin, útdjúpin, í tvö mjórri djúp eða ála, Skjálfanda- og Axarfjarðardjúp inn í samnefnda firði, hvort sínum megin við Tjörnesgrunnið. Sléttugrunn ligg- ur út og norður af Sléttu, álíka langt út og Stranda- Srunnið og afgirðir að sínu leyti að austanverðu djúpin þrjú, sem senda hvort sína tvo ála inn í Norðurflóann, eins og Strandagrunn gerir það að vestanverðu 0 Á grunnum þessum er botninn yfirleitt nokkuð harður, eins og gerist, vegna þess, að straumarnir bera leirinn af þeim niður í djúpin eða álana á milli grunnanna, líkt og þegar vindar feykja lausamjöll af hæðunum niður í lægðirnar. Verður því botninn í djúpum og álum niest leir og hann oft djúpur og blautur. Á líf og göngur fiska við Norðurland hefir hið um- rædda misdýpi mikil áhrif: Á haustin, þegar sjór fer að kólna, dregur sá fiskur, yngri og eldri, sem ekki þarf að fara til hrygningar vestur og suður fyrir land, sig niður í álana og djúpin og dvelur þar veturinn og fram 1) Merkir skipstjórar, sem hafa fiskað með botnvörpu eða lóð •tjúpt úti fyrir Norðurlandi, segjast hafa orðið varir við hrygg *"eð 100—150 faöm. dýpi, frí NA-horni Strandagrunns og austur undir Kolbeinsey, þar sem eftir kortinu á að vera 200 - 300 fðm., (sjá skýrslu 1925—26, bls. 70), og komist þar á fisk. Væri full þörf að þetta svæði væri mælt upp, svo að vissa fengist um þenna *rVS9. Er líklegt, að hann muni, ef hann er til, og liggur svo sem ætað er, vera góð fiskislóð, auk þess sem hann á að hafa nokkur áhrif á botnhitann í Norðurflóa.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.