Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 32

Andvari - 01.01.1933, Page 32
28 Fiskirannsóknir. Andvari Af karfa var iöluvert, en flest smátt eða miðlungs, uppi í brúninni; niðri í álnum fengust einstöku stærri. Af öðrum fiski var fátt. Má helzt nefna tindaskötu og skrápflúru, sem eru allstaðar, að heita má, hvar sem leitað er kringum landið: Lítið eiit varð vart við smá- lúdu og 2 skarkolar úthrygndir fengust. 3 langlúrur fengust Iíka þarna. Hingað til hefir hennar lítið orðið vart fyrir norðan Kolluál, 1926 fengust nokkrar á >Skalla- grími* á Strandagrunni, (Skýrsla 1925—26, bls. 71), og bjóst ég þá við, að austurtakmörk útbreiðslu hennar fyrir norðan land væru við Húnaflóa-álinn, en nú veidd- ist hún austan við hann á 150—100 fðm. Það voru allt hrygnur, 33—48 cm langar, en allar með óþrosk- uðum hrognum, og í góðum holdum. Má vera að hlýrri sjór, en vant er á þessum slóðum, lokki hlýja sjávar- fiska austur með norðurströndinni. Af steinbít var slangur, en flest smátt og nokkuð af hlýra, eins og við má búast, í kaldari sjó. — Smáloðnu tarð vart á fáeinum fiskum, en fullorðinnar loðnu alls ekki. — Loks má geta þess, að af síld sá ég aðeins ivær, báðar upp úr þorski; önnur var hálfmelt kópsíld (10 cm), hin var ómelt stórsíld (38 cm), sumargotsíld, hængur með mikið þroskuðum sviljum og rauðátuleifar í görnum. Ósagt skal látið, hvort fiskurinn hafi gleypt þær þarna á staðnum, eða komið með þær í maganum lengra að; hið fyrra þykir mér Iíklegra, að minnsta kosti hvað stórsíldinni viðvíkur, úr því að hún var nýgleypt og sýnir það, að stórsíld getur verið snemma á ferðinni í Norður- landsdjúpunum, ef þar er þá ekki eitthvert slangur af henni allan veturinn, og er ekki óeðlilegt að það væri öllu fremur sumargotsíld, því að vorgotsíldin verður að vera fyrir sunnan land til hrygningar samtímis þorskinum. Af óæðri botndýrum var all-mikið. Þar sem grynnra

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.