Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 40

Andvari - 01.01.1933, Side 40
36 Fiskirannsóknir. Andvari norðan Hraunin, en skipstjóri vildi heldur »kippa« norð- ur á bóginn, bjóst ekki við að aflinn yrði mikili inni í Flóa, ef margir yrðu um hann. Kl. 11 um kveldið var haldið af stað norður fyrir Jökul; var þá töluverð undir- alda af SA, enda var austanstormur um daginn við Vestmanneyjar. Að morgni næsta dags var stanzað í norðurbrún Kolluáls, 10 -12 sjóm. VNV af Öndverðarnesi; var þar mergð af Færeyingum (40 -50 skip) í kringum oss. Þetta mið hefir oft reynst vel; nú var útkoman af 3 drátt- um, skaufi, endilangur belgurinn rifinn og slöttungur; aflinn var 1 stórflyðra, nokkuð af karfa, fáeinar ýsur og nokkuð af þorski. Margt af þorskinum var enn ó- gotið, en komið að gotum, þ. e. hrygningin skemmra á veg komin, en við Suðurland. Skipstjóri vildi ekki liggja yfir þessu og var því haldið áfram norður með landi, hálft um hálft í þeim tilgangi, að fara norður fyrir og reyna Skagagrunnið og fylgdi oss lengi mergð af ritu, nokkurir máfar og fýlar, eflaust í þeim tilgangi, að fá sér bita, ef farið yrði að fiska aftur. En það dróst. Það varð þó ekki úr, að farið yrði norðurfyrir, því að þegar komið var fyrir Barðann var fína veðrið búið, kominn NA-strekkingur og skugga- legur þokuveggur framundan og eftir stutta 6tund vor- um vér inni í þokunni, kaldri og hráslagalegri. Var stefnan sett á »Hólinn«, því að þar þykir góð aflavon af »vorfiski< á þessum tíma, og komum við þangað kl. 10 um kvöldið' Eg hefi áður minnst á hið einkennilega mið, »HóI- inn«, án þess að lýsa því nánara. Nafnið er ekki alls- kostar viðeigandi, ætti heldur að vera »Hleinin«, því að hér er um heljar mikla hlein að ræða, sem gengur frá A til V út úr miðri Álsbrún, opna Aðalvík, o: 20 sjóm*

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.