Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 9
Andvíri.
Jón Ólafsson.
Eftir
Porstein Gíslason.
Jón Ólafsson andaðist 11. júlí 1916. Auk þess sem
hans var þá ítarlega minst í ýmsum blöðum lands-
ins, hefur tímaritið »Iðunn« flutt um hann ritgerðir
eftir ýmsa menn. Æskuvinir hans tveir, þeir Eiríkur
Briem og Matth. Jochumsson skáld, hafa skrifað þar
um hann minningargreinar; Ágúst H. Bjarnason pró-
fessor hefur skrifað þar um kveðskap hans, Jón Jóns-
son frá Sleðbrjót, fyrv. alþm., um þingmensku hans
og stjórnmálaafskifti, og höf. þessarar greinar um
blaðamensku hans. í þessum ritgerðum er ítarlegar
sagt frá æíi J. Ól. og starfsemi en hjer eru tök á,
rúmsins vegna, og verður það, sem hér fer á eftir,
aðeins stutt ágrip eða yfirlit.
En 50 ára margþætta starfsemi er yfir að líta,
þegar minnast skal J. ÓI.. Þótt hann væri ekki eldri
en 66 ára, þegar hann féll frá, hafði hann þá um
50 ára skeið verið einn þeirra manna, sem mest
hafði á borið og að kveðið í islenzku þjóðlífi. Hann
var fæddur 20. marz 1850 á Kolfreyjustað í Fáskrúðs-
firði, og var faðir hans, séra Ólafur Indriðason,
merkisprestur á sinni tíð og skáldmæltur. Hann var
tvíkvæntur, og var Páll skáld Ólafsson eitt af börn-
1