Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 49
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
45
hængar og runnu svilin úr öðrum þeirra. Dagana
áður en eg kom (fyrstu dagana af júlí) hafði veiðst
injög mikið af stórum þyrsklingi og smáýsu á færi.
— Á eyrinni hafa tvö sildveiðafjelög (Alliance og
Njörður) haft stöð undanfarin ár, en þegar eg kom
þangað var Alliance að flytja burtu stöð sina til —
ibúðar í Reykjavík, — en Njörður fór fyrst að veiða
eftir að eg var farinn.
1 Hrisey er nú mikil veiðistöð á suðurenda eyj-
arinnar. Eru stundaðar þaðan veiðar út í fjörðinn
kringum eyna á smábátum á sumrin og haustin,
sumpart með handfærum, með hneifum (kræktur), á
15—30 fðm. dýpi, sumpart á lóð (4 — 5 lóðir), beittar
kúfiski, Ijósabeitu eða sild, á 30—50 fðm. fyrir austan
eyna. Á færi aflast helst (og svo var það í sumar
meðan eg var þar) þyrsklingur og stútungur, en á
lóðina dálítið af stórum þorski, margt af stútuugi
og þyrsklingi, lítið eitt af smáýsu, margt af skráp-
kola, einstaka skarkoli, sandkoli, smálúða og margt
af steinbít. Á hverjum bát er 1 eða 2 menn og getur,
með því verði, sem hefir verið undanfarið á smáfiski,
(»labra«) náðst allgóður afli alt sumarið, af þeim, sem
stunda veiðina af kappi. — Þarna er gott að fá ungan
fisk af eldra tæginu, framhald af innfjarðarfiskinum, til
rannsókna. — Ur eynni eru lika stundaðar djúpveiðar
á mótorbátum úti í fjarðarmynni, austur á Flateyjar-
sundi, eða út og vestur á Siglufjarðarmiðum, á s. n.
Töngum, vestan við fjarðarálinn, á 80—150 fðm.
dýpi, nál. 6 klst. ferð að heiman. Afla þeir þar eink-
um þorsk og stútung, mest þó af stútungi, mikið af
steinbít og stórum og smáum karfa, og stundum
(niðri i álnum) mikið af svörtu spröku (grálúðu,
stundum ranglega nefnd þar »flúra«). Enn fremur