Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 12
8
Jón Ólafsson.
[Andvari.
skjótlega yfir. Þegar á næstu árunum á eftir, er hann
hafði um hríð dvalið erlendis, fer hann að halda
því fram, að verkleg framtakssemi sje vissasti vegur-
inn til sjálfstæðis, og íslendingar geti beitt sjer á því
sviði miklu belur en þeir geri, hvað sem danska
stjórnin þar um segi, en stjórnmálafrelsið sje meðalið
til þess að verða í sem fylstum mæli aðnjótandi
þeirra gæða, sem skapa megi með verklegum fram-
kvæmdum.
Sumarið 1875 kom J. Ól. heim aftur frá Ameriku,
setti tveim árum síðar upp prentsmiðju á Eskifirði
og fór að gefa þar út blaðið »Skuld«. Sunnmýlingar
kusu hann á þing 1880, þegar hann var þrítugur,
og sat hann fyrst á þingi sumarið 1881. f*á um vorið
fluttist hann frá Eskifirði til Reykjavíkur, tók við
útgáfu »Þjóðólfs« og var ritstjóri hans nokkur ár. í
þetta sinn dvaldi hann í Rvík til vorsins 1890, en
fór þá í annað sinn til Vesturheims. Fyrst var hann
um hríð ritsljóri »Lögbergs« í Vinnipeg, þar næst
»Heimskringlu«, en stofnaði þar svo nýtt blað, sem
»Öldin« hjet. Voru ílokkadrættir miklir og róstur
meðal Vestur-íslendinga á þessum árum, og kom
J. Ól. mikið við þau mál, en ekki virðist ástæða til
að dvelja við frásögn um þau í þessu yfirliti. Hann
fór svo suður í Bandaríki og var þar við ýms Skandi-
navablöð nokkur missiri, lengst af við »Norden« í
Chícagó, en fjekk svo starf við bókasafn þar í borg-
inni og gegndi því um stund, þangað til hann hvarf
heim aftur til íslands vorið 1897. Næsta haust stofn-
aði Jón heitinn Vídalín konsúll hjer blaðið »Nýja
öldin« og varð J. Ól. ritstjóri þess. Meðan hann var
það, kom hann hjer upp nýrri prentsmiðju, en seldi
hana brátt aftur. »Nýja öldin« kom út aðeins fá ár,