Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 62
58
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
5. 95 fiskar veiddir á lóð á s. n. Töngum N. og
V. af Siglufirði, á 80—150 faðma dýpi, 18. og 19.
júlí 1920. Það var yfirleitt vænn og vel feitur fiskur,
tekinn holt og bolt úr miklum afla, með með »sel-
ögn«, smáloðnu eða leifar af ýmsum botnfiskum í
maga. (Yfirlitið er neðst á bls. 59.)
Af þessum fiskum voru 49 hængar og 46 hrygnur;
allar hrygnur yngri en 7 vetra voru óþroskaðar,
og af 7 vetra hrygnum voru allar óþroskaðar, nema
ein 69 cm., sem ekki var útgotin; af 11 8 vetra
hrygnum voru 6, 80—84 cm„ óþroskaðar og 1 80
cm. hængur ekki útgotinn; 1 9 vetra, 83 cm. hrygna
var enn óþroskuð.
Fiskurinn, sem um er að ræða í þessum 3 síð-
ustu yfirlitum, sýnir glögt, hve mikill munur er á
stærð hans og aldri eftir dýpi: Svalbarðseyrarfiskur-
inn, sem er veiddur mest á 2—12 fðm., er örsmár,
mestmegnis veturgamall og tvævetur fiskur, fátt af
þrevetrum; Hríseyjarfiskurinn, sem er veiddur á 15
— 50 fðm., er mestmegnis þyrsklingur og stútungur,
þriggja—8 vetra gamall, og lítið eitt af eldra fiski
(þorski), og var því svo háttað, að mest af smærri
fiskinum veiddist á færi á 15—25 fðm., en mest af
stærri fiskinum á lóð á 30—50 fðm. Loks var Tanga-
fiskurinn, sem er veiddur á 80 fðm. og dýpra, 5—9
vetra og eldri; o: yfirleitt eldri og stærri fiskur. Fisk-
urinn verður samkvæmt þessu að jafnaði eldri og
stærri á djúpmiðum en grunnmiðum, eins og reynsl-
an og undanfarnar rannsóknir dr. Schmidts og mínar
hafa sýnt, og enn fremur sést það, að yngri fiskur-
inn er yfirleitt heldur stærri eftir aldri á djúpmiðum
en grunnmiðum (sbr. síðar). Sé þessi norðlenzki
fiskur borinn saman við þann fisk, sem eg rann-