Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 106
102
Einsteinskenning.
[Andvari.
sjónarmiði A. Ef B. heldur honum þversum við
hreyfingarstefnuna, er hann framvegis einnig ein stika
fyrir sjónum A.
Og það er ekki að eins stikukvarðinn, sem styttri
er orðinn í augum A. Allar aðrar mælingar hafa stytzt
og eru orðnar 3/í í hreyfingarstefnunni. Ef B. situr á
kúlu, virðist hún fyrir sjónum A. vera útflett.
Hugsum oss enn fremur, að B. byrji sínar athug-
anir. Hann horfir á stikukvarða A. og ljósleiptrin frá
klukku hans og ber saman við sín. Og þau kynlegu
fyrirbrigði verða þá, að fyrir sjónum B. er kvarði
A. of stuttur og sekúndur A. of langar. Ætla mætti,
að þegar A. virðist klukka B. ganga seinna en sjálfs
hans klukka, þá hlyti af því að leiða, að B. virtist
klukka A. ganga harðara en sín. En því víkur öfugt
við; honum viðist klukka A. ganga seinna.
Hvorum tveggja virðist þá eftir þessu mál hins
styttri en sín og sekúndur annars lengri en sínar.
Þessi árangur er allundarlegur, en verður, ef til vill,
skiljanlegri við þá athugun, að það er einmitt aðal-
atriðið í afstöðukenningunni, að allar hreyfingar
séu jafngildar, engin skuli vera sett fram fyrir aðra.
Ef ekki hvorir tveggja athugunarmannanna kæmust
að nákvæmlega sömu niðurstöðu um hinn, þá hefð-
um vér þar með ráð til þess að skera úr því, hvor
héldi kyrru fyrir og hver hreyfðist. Og þetta er ekki
unnt eftir kenningu Einsteins.
Hvorugur þeirra beggja verður nokkurs var um
breytingar. Eftir því breytast þá tíma- og rúm-málið
að eins hjá öðrum, þ. e. þeim manni, sem er á
hreyfingu.
í þessum glundroða bregður afstöðukenningin
upp birtu. Fjarlægð og tími eru ekki fortakslausar