Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 17
Andvari].
Jón Ólafsson.
13
verki er nú ekki haldið áfram í því sniði, sem hann
hafði á því, en samt getur starf hans þar komið að
notum fyrir þá, sem að orðabókarsamningunni vinna
áfram. Hann var orðinn of gamall, er hann gerði
þetta starf að höfuðstarfi sínu, til þess að von væri
um, að hann gæti leitt það til lykta, og að sjálf-
sögðu vantaði hann fullkomna vísindalega málfræðis-
þekkingu. En hann hafði mjög næman smekk fyrir
fegurð máls og mörg skilyrði til þess að vinna gagn
á þessu sviði.
J. Ól. kvæntist meðan hann var á Eskifirði, 20.
ágúst 1878, Helgu Eiríksdóttur Björnssonar, þá bónda
á Karlsskála í Reyðarfirði, ágætri konu, sem var
manni sínum tryggur förunautur á lifsleiðinni, stund-
um í erfiðum kringumstæðum. Fjögur börn þeirra
komust á fullorðinsár og eru á lífi: Ólafur tannlæknir
í Chícagó, kvæntur enskri konu; frú Sigríður, kona
Ágústs H. Bjarnason prófessors; Gísli símastjóri og
Páll tannlæknir, báðir í Reykjavík.
J. ól. hlaut um æfina bæði lof og last. En það
eru ekki ætíð beztu mennirnir, sein allir lofa. Margir
af þeim, sem nánust kynni höfðu af J. Ól., munu
minnast hans meðal þeirra manna, sem þeir hafa
haft mestar mætur á. — Hann var mikill maður á
velli og fríður sýnum, glaðlyndur maður og jafn-
lyndur, skemtinn í viðræðum, dagfarsgóður og prúð-
menni mesta í allri framgöngu. Lengstum æiinnar
var hann hraustur og heilsugóður, en síðustu árin
var orðinn nokkur misbrestur á því. Banameinið var
heilablóðfall.