Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 48
44
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
lAndví ri.
hann þá horfið af grunnunum. Fór svo ekki að afl-
ast þar aftur fyrri en undir jól.
Ferð til Eyjafjarðar.
Eg hafði að vísu rannsakað aldur á þorski á
Norðurlandi (Pistilfirði—Húnaflóa), einkum á Skjálf-
anda (skýrsla 1913), en eg vildi fá meira, einkum í
Eyjafirði, innan- og utanverðum og af djúpmiðunum
þar úti fyrir, til þess að fá sem Ijósasta hugmynd
um vöxt hans og aldur. Eg fór því í sumar er leið
til Eyjafjarðar og dvaldi þar frá 8. til 27. júlí,
nokkuð af þeim tíma var eg á Svalbarðseyri, en
mest í Hrisey, 13.—22. júlí.
Á Svalbarðseyri er að jafnaði dregið fyrir á sumrin
með smáriðnum vörpum (riðill 20 mm.), 40 fðm. löng-
um á alt að 12 fðm. dýpi og fæst oft í þær mikið af
smáþyrsklingi, einstaka stútungur (styttingur) smáýsa
(»lýsa«), einstaka lýsa (Jakobsfiskur) mikið af skar-
kola og sandkola (»skrápkolu«), stórum og smáum,
skrápkola, lítið eitt af smábleikju, smásteinbit og
tindabikkju, mikið af stórum marhnút og stundum
síld. Er því goft að fá þarna ungfisk til rannsókna,
en því miður er drepið þar töluvert af einkisverðum
smáfiski, sem ætti að fá að lifa og stækka. Slundum
er fiskað á handfæri eða lögð lóð út í fjörðinn og
veiðist á þau sams konar fiskur, en vanalega vænni;
á veturna hverfur allur þessi fiskur frá eyrinni. —
Meðan eg var þar, var oft dregið á, einnig með
hinni þjettriðnu álavörpu minni, sem engu sleppir,
og veiddist töluvert af ýmsum af þessum nefndu fiska-
tegundum og mergð af stórum krossfiskum. Var allur
sá fiskur vel feitur með botnfæðu, þorskseiði eða
marfló í maga. Einn daginn fengust 2 tindabikkju-