Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 45
Andvarí].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
41
einkum hinum miklu þorskanetaveiðum þeirra, sem
eg hefi þegar skýrt frá í 10.—11. tbl. Ægis, 1919.
Svo fékk eg ýmsar merkilegar viðbótar-upplýsingar
viðvíkjandi fugli hjá nokkurum eldri og yngri mönn-
um þar, en þó einkum hjá hinum fróða manni, Gisla
LáruSsyni, kaupfélagsstjóra.
Það vildi svo vel til, að það var nýbyrjað að afl-
ast þar, í kringum Dranga, og stóð sá afli allan
tímann, sem eg var þar og fram til ágústloka.1)
6—8 mótorbátar stunduðu að jafnaði veiði með hand-
færum eða lóð og öfluðu mergð af ríga þorski (reglu-
legum vertiðarþorski), mikið af löngu, stórri og
sinárri, (200—1200 á dag af þorski og löngu), nokkuð
af ýsu, keilu og dálítið af öðrum fiski, eins og stór-
ufsa, karfa, lúðu, skötu. Auk þess veiddist töluvert
(2—6 tn. í 3—6 net) af hafsíld í reknet, sem var
sökt 4—5 faðma niður.2) Það var víst aðallega síld-
in, sem hélt íiskinuin þarna á miðunum, því að í
fleslum fiski var síld, en líka kampalampi og smokk-
fiskur, sem þeir og fengu stundum á öngul eða rak
í höfninni; í löngunni var oft ýsa. Háfur og hámeri
hafði og sést. — Merkilegt þótti mér að sjá þorsk-
hrygnu eina stóra, með stórum, fullþroskuðum hrogn-
um, ógotna 31. júlí og aðra daginn eftir, með full-
þroskuðum hrognum. Þorsteinn Jónsson formaður, í
Laufási, sagðist hafa séð þorsk í sama ástandi 2. júlí
1918. Líklega eru þetta fiskar, sem af einhverjum
orsökum verða seinir fyrir, eða gjóta ef til vill ekki
1) Svipaður iislcur var i Grindavik og Hafnasjó um sama leyti.
2) Petta styður það, sem eg sagði i siðustu skýrslu, bls. 51, að liklega
mætti veiða síld á sumrin við eyjarnar meira en liiugað til; og eg sagði
viö Eyjamenn, að þriðja stórskreíið, sem þeir mundu stiga i veiðunum,
yrði síldveiði siðari liluta surnars; fyrsta skreíið var lóðabrúkunin, annað
netabrúkunin.