Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 109
Andvari].
Einsteinskenning.
105
legri aflfræði, hið fyrsta lögmál Newtons, er svo
hljóðar:
Hlutur, sem er í hreyfingu og ekki verður
fyrir áhrifum nokkurra krafta, hreyfist með jöfn-
um hraða i beina línu. Þetta lögmál flyzt yfir
á hið víðkaða rúm, heiminn.
Jafngildi lögmálsins sýnir þessi setning:
Hlutur, sem kraftar hafa ekki áhrif á, hreyfist
i beina heimslínu.
Þessi síðasta setning gildir einnig um hluti, sem
eru kyrrir, því að þeir gera einnig beina heimslínu.
Fyrsta lögmáli Newdons verður ekki beitt, þegar
hlutir verða fyrir áhrifum krafta. Ef t. d. þyngdin
hefir áhrif á hlutinn, fellur hann með vaxandi hraða.
Newton samdi þó tvö sérstök lögmál, sem lýsa hlutn-
um við áhrif krafta. Hér þurfum við ekki að til-
greina þau, með því að þau varða oss ekki.
í stað þess að búa til ný lögmál einnig í þessu
tilviki, segir Einstein:
Hlutur hreyfist jafnan í beina heimslínu. Það,
að hlutur getur samt gengið í sveigðum brautum,
stafar að eins af því, að á þeim stöðum eru
hinar »beinu« heimslínur sveigðar.
Samkvæmt kenningu Einsteins fáum vér þá mjög
einfalt lögmál. En til þess að það geti gilt, megum
vér ekki hugsa oss, að heimurinn sé rétt rúm, heldur
sveigt jafnskjótt sem kraftar hafa áhrif á það. Menn
geta sett sér það svo fyrir sjónir, að heimurinn fái
á sig eins konar lögun, þar sem kraftarnir hafa
áhrif. Hlutur, sem laus verður, hreyfist þá með fram
því rúmi, á sama hátt sem fiskarnir hreyfðust með
hringiðunni í dæmi voru fyrr.
Vér getum hugsað oss, að rúm það, sem vér sjáum,