Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 81
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
77
mikinn ímugust á þessari veiðiaðferð, eins og eðli-
legt var, þar sem þeir hugðu, að nú mundi brátt úti
um allan afla fyrir þá og fiskurinn fljótt ganga til
þurðar. Hér var eitt stórmálið enn, og lét eg það
heldur ekki afskiftalaust; reyndi eg að kynna mér
áhrif þessarar veiðiaðferðar á fiskinn hér og annars
staðar sem bezt og komst að raun um það, að ekki
mundi vera nein bráð hætta á því, að fiskurinn
gengi til þurðar af völdum botnvörpunga, ef land-
helgín, þar sem mest er um ungviði þessara fiska,
væri vel varin, né heldur að fiskur legðist til lengdar
frá miðum af þeirra völdum; hitt að þeir gerðu
öðrum fiskiskipum, einkum opnum bátum, ókleift
að fiska þar sem þeir (botnv.) væru að staðaldri,
áleit eg alt annað mál; þar sá eg hættuna mesta.
Eg nefni þessi þrjú atriði hér til þess að sýna
fram á, að eg reyndi á allar lundir að kynna mér
þau málefni, sem snerta hagsmuni fiskimanna mest
og skoða mátti frá fiskifræðis-sjónarmiði, og mynda
mér skoðanir um þau, bygðar á eigin rannsókn og
reynslu annara þjóða, og svo leiðbeina mönnum eftir
föngum og heldur tala í þá kjark en hitt. Einnig
reyndi eg að kynna mér nýungar í veiðiaöferðum,
beitutöku o. fl. utanlands og innan, og hefi verið
tvisvar á allsherjar-fiskisýningum á Norðurlöndum
og skýrt frá þessu jafnharðan i skýrslum mínum eða
blaðagreinum. Silunga og laxaklaki hefi eg einnig
skift mér nokkuð af og öðrum málum lax- og sil-
ungsveiðum viðkomandi. Svo hefi og reynt eftir mætti
að fylgjast með öllum nýungum í fiskifræði í út-
löndum, og í blaðagreinum eða á annan hátt leitast
við að fræða almenning hér um ýmislegt, fiskifræði
og fiskveiðum viðkomandi, og verið þannig, nokkurs