Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 73
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
69
unnar og dr. Schmidl hefir athugað gjótandi ýsu
fyrir A.-Skaftafellssýslu 24. maí 1904 og 23. maí
1905; 46 cm. hængar og 48 cm. hrygnur og þaðan
af stærri fiskar, upp að 80 cm., voru að gjóta.
Af því sem frá hefir verið greint hér að framan
og í tveim síðust skýrslum mínum má nú segja 1)
að vöxtur ýsunnar við ísland er nokkurn veginn jafn,
alt í kringum land, 2) að hún nær æxlunarþroska
fjögurra til fimm vetra gömul og heldur fjölgunar-
krafti sinum til hæsta aldurs (12—14 vetra) og 3)
að hængur og hrygnur eru nokkurn veginn jafnstór
og komast því nokkurn veginn jafnsnemma í gagnið.
Mikið er veitt af óþroskuðum fiski.
c. Aldursákvarðíiulr á lýsn.
Lýsan (Gadus merlangus L.) er einn af nytjafiskum
vorum, enda þótt hún geti eigi talist með hinum
nytsamari. Fullvaxin er hún aðallega við suður-
og suðvesturströndina, og aflast þar sumstaðar, eink-
um á Eyrarbakka^ og Stokkseyri, á lóð, saman með
ýsu, og höfð til matar heima fyrir.
Mig langaði til þess að fá lýsuna með í aldurs-
rannsóknir mínar, og safnaði gögnum til þeirra á
Stokkseyri 1917 og á Akranesi, eins og eg hefi sagt
frá í skýrslu rninni fyrir þau ár. Útkomuna hefi eg
ekki getað birt fyrri en nú, einkum af því, að mig
vantaði of mjög yngstu árgangana. Nú hefir það lag-
ast nokkuð, en ekki nógu vel; þó samt svo, að eg
álít, að ekki sé þörf á meiri gögnum til þess að fá
rétta hugmynd um vöxt og aldur þessa fisks við
suðvesturströndina.
Til aldursákvörðnnar á lýsu má nota hreistur,
kvarnir og sjálfsagt ýmis bein. Eg heíi valið hreistrið;
5