Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 71
Andvari).
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
67
»Thor« 1200 ýsur á 5 — 10 fðm. á Vopnarfirði, flestar
15—19 cm. og veturgamlar. Eg gæti samkvæmt þessu
bætt við hinum tveim vantandi árgöngum: þrevetrum,
meðalstærð c. 35 cm. og veturgömlum með c. 16 cm.
meðalstærð. Það mundi víst láta mjög nærri sanni.
Eg hefi nú skýrt frá aldri og vexti á þeirri ýsu,
sem eg rannsakaði í Vestmanneyjum og á Norður- og
Austurlandi, og sýnir það sig, enda þótt ekki sé um
fleiri fiska en þetta að ræða, að þeir lúta mjög sömu
lögum um vöxtinn, o: það er eigi sýnilegur neinn
verulegur munur á meðalstærð ýmissa árganga, eftir
því frá hvaða stað fiskurinn er, kemur það skýrast
í ljós á fjögurra og fimm vetra fiskinum, þeim fisk-
inum, sem er að verða fullþroskaður, o: að veiða
æxlunarfær. þetta má sjá, ef yfirlitin hér að framan
eru borin saman. Ef til vill er einhver munur á
fyrstu árgöngunum, en þar fékk eg ekki nóg til
samanburðar. Við samanburð á fiski frá suðvestur-
og norðvesturströndinni, í síðustu skýrslu, kom hið
sama í Ijós.
Eg hefi nú rannsakað alls 1400 ýsur frá ýmsum
slöðum, alt í kringum landið, og þó að talan sé
ekki há, þá er hún nægileg til þess að gera saman-
burð á vexti og aldri ýsunnar hér við land og draga
þar af ýmsar ályktanir, sem eg vona að breytist ekki
verulega, þó að meira yrði rannsakað af fiski. Til
gleggra yfirlits skal eg fyrst gefa heildaryfirlit yfir
fiskinn frá ýmsum ströndum og meðal-lengdina í
heilum tölum, þó eru nokkurar áætlaðar (í svigum),
samkvæmt athugunum dr. Schmidts og mínum.
Stærðin á fiskinum er miðuð við mánaðamótin
júlí— ágúst, því að um það leyli er flest af fiskinum
rannsakað; ársseiðin (0-vetra) eru ’og tekin með,