Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 31
Andvari].
Norðurreiðin 1849 og síðar.
27
og á þeirri leið munu komumenn hafa sjeð hann í
gegnum gluggann. Þegar hann hafði búið sig gengur
hann út, en j)á voru hinir komnir spölkorn á burt.
Bendir þá amtmaður þeim og kallar: »Jeg vil tala
við ykkur, piltar!« og vildi, að þeir hyrfu aftur til
þess. En allir urðu þeir ásáttir um það, að enginn
skyldi aftur hverfa, og skildi þar með þeim.
VI. Eftlr Norðurreið.
Frásögnin frá »Norðurreið« hjer að framan er
tekin því nær orðrjett eftir Þjóðólfi.1) Þau fáu orð,
sem bætt hefur verið inn í, eru eftir því sem Egill
Gottskálksson, einn af foringjum fararinnar, sagði
mjer, þegar jeg var unglingur. Þjóðólfur bætir við
frásögn sína: »Nú höfum vjer sagt frá atburði þess-
um, eins og vjer vitum hann sannastan, og vonum
vjer, þó málið yrði rannsakað, muni ekki í mörgum
atriðum breytast frá þvi, sem hjer er sagt«.
Eftir »Norðurreið« gengu tvær sögusagnir i Skaga-
firði: önnur sú, að dönsk kona, sem þá var á Frið-
riksgáfu, hefði viljað láta skjóta á komumenn, en
amtmaður hefði þvertekið fyrir það. Hin sögusögnin
var, að amtmaður hefði viljað láta af embætti eftir
atburðinn. Báðar þessar sögusagnir juku samúð með
amtmanni. En Bogi Th. Melsteð skýrir frá því í rit-
gerð um »Norðurreið«2) eftir beztu heimildum, að
amtmaður hafi ekki minst á að fara frá, og þar
með er sú sögusögn hrakin. Þar sem sami höfundur
segir, að þeir hafi lagt á flótta og ekki þorað að tala
við amtmann, þegar hann kom út, þá hefðu þeir
orðið að leggja á ílótta áður en þeir sáu hann koma,
1) Pjóðólfur I. ár, bls. 79.
2) Óðinn IX. árg., bls. 78.