Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 30
26
Norðurreiðin 1849 og síðar.
[Andvari.
að eins einn skyldi fyrir verða, ef skotið væri á þá.
Þeir báðu mann, sem þeir fundu þar heima fyrir,
að finna amtmann. Skrifari hans kemur þá út og
skilar frá amtmanni, að hann biðji tvo eða þrjá
fyrirliða flokksins að koma inn. Þeir svara, að hjer
sje enginn fyrir öðrum, heldur ráði alþýðuvilji ferð-
inni. Nú bíða þeir stundarkorn, og sáu þá einhverjir
þeirra amtmann inn um gluggann, er hann þá snögg-
klæddur, styður höndum fram á borð, og horfir út
á þá. Þeir hugsa þá, að hjer bregði til vanans, að
allir eigi ekki svo greitt með að ná fundi hans, sem
að garði koma, og les nú einn upp í heyranda hljóði
það, er á seðlunum stóð. Síðan festu þeir þá upp á
fjórum hornum innan á grindunum sem voru fyrir
framan húsið. Síðan gengu þeir burt, eins og þeir
komu, sá fyrstur er siðastur gekk heim, en sá sið-
astur er fyrstur gekk. En þá hrópaði einn raddmaður
i liópnum: »Lifi þjóðfrelsið: Lifi fjelagsskapur og
samtök! Drepist kúgunarvaldið!« og tóku nokkrir
aðrir undir með honum.
Nú er að segja frá amtmanni, að hann hafði þennan
dag lagt sig til svefns, »að vana sínum« stendur i
frásögninni í Þjóðólfi. Norðurreiðarmönnum var ó-
kunnugt um, að hann hafði verið veikur undanfarið,
en hann var kominn á fætur aftur, þó hann gæti
ekki talist fullbata, enda var hann farinn að heilsu,
og 63 ára að aldri. — Þegar dóttir hans sjer mann-
fjöldann, verður henni hverft við, vekur föður sinn,
og segir honum, hvað um er að vera. Hann lætur
það ekki á sjer festa, en liggur kyr, unz hann fær
boðin frá komumönnum. Þá rís hann úr rekkju og
ætlar að búa sig, áður hann gengi fyrir komumenn.
Gengur hann þá í gegnum stofuna í annað herbergi,