Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1921, Page 30

Andvari - 01.01.1921, Page 30
26 Norðurreiðin 1849 og síðar. [Andvari. að eins einn skyldi fyrir verða, ef skotið væri á þá. Þeir báðu mann, sem þeir fundu þar heima fyrir, að finna amtmann. Skrifari hans kemur þá út og skilar frá amtmanni, að hann biðji tvo eða þrjá fyrirliða flokksins að koma inn. Þeir svara, að hjer sje enginn fyrir öðrum, heldur ráði alþýðuvilji ferð- inni. Nú bíða þeir stundarkorn, og sáu þá einhverjir þeirra amtmann inn um gluggann, er hann þá snögg- klæddur, styður höndum fram á borð, og horfir út á þá. Þeir hugsa þá, að hjer bregði til vanans, að allir eigi ekki svo greitt með að ná fundi hans, sem að garði koma, og les nú einn upp í heyranda hljóði það, er á seðlunum stóð. Síðan festu þeir þá upp á fjórum hornum innan á grindunum sem voru fyrir framan húsið. Síðan gengu þeir burt, eins og þeir komu, sá fyrstur er siðastur gekk heim, en sá sið- astur er fyrstur gekk. En þá hrópaði einn raddmaður i liópnum: »Lifi þjóðfrelsið: Lifi fjelagsskapur og samtök! Drepist kúgunarvaldið!« og tóku nokkrir aðrir undir með honum. Nú er að segja frá amtmanni, að hann hafði þennan dag lagt sig til svefns, »að vana sínum« stendur i frásögninni í Þjóðólfi. Norðurreiðarmönnum var ó- kunnugt um, að hann hafði verið veikur undanfarið, en hann var kominn á fætur aftur, þó hann gæti ekki talist fullbata, enda var hann farinn að heilsu, og 63 ára að aldri. — Þegar dóttir hans sjer mann- fjöldann, verður henni hverft við, vekur föður sinn, og segir honum, hvað um er að vera. Hann lætur það ekki á sjer festa, en liggur kyr, unz hann fær boðin frá komumönnum. Þá rís hann úr rekkju og ætlar að búa sig, áður hann gengi fyrir komumenn. Gengur hann þá í gegnum stofuna í annað herbergi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.