Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 25
Andvari].
Norðurreiðin 1849 og siðar.
21
asson hafi farið til Sigurðar og fleiri manna þar út
með brjefið og Gísli Konráðsson gert Seiluhrepps-
mönnum og fleirum, sem hann náði til, sömu skil.
í rjettarhaldinu í Glaumbæ segist hann ekki hafa
sent öðrum afrit af brjefinu, en Tómasi Tómassyni
á Hvalsnesi. Afleiðingin var, að Skagamenn sendu út
boð um, að fund ælti að halda við Karlsá rjett hjá
Hlíðarseli. Jón Samsonsson fjekk fundarboðið þaðan
að utan, en Gísli Konráðsson mun hafa haft ein-
hver ráð með að koma fundarboðinu til manna, sem
áttu heima nærri honum.
IV. Karlsá og Vallalaug.
í æfisögu sinni1) dregur Gísli Konráðsson fjöður
yfir þetta brjef síra Hákonar Espólíns. Ástæðan til
þess var sjálfsagt, að síra Hákon var í opinberri
stöðu, og mátti því hefna sín á honum með afsetn-
ingu, eða við brauðaveitingar. Brjefs síra Hákonar
er á 2—3 stöðum getið undir rós, ef svo mætti segja.
Hann talar lítið um þátttöku Jóns Samsonssonar af
þeim ástæðum, að hann var alþingismaður Skagfirð-
inga, og bersögli um aðstöðu hans gat veikt áhrif
hans á þingi.
Upp úr þessu kom svo Karlsárfundurinn, sem
haldinn var 5. maí 1849. Á fundinn komu 60 manns.
Jón Samsonsson þingmaður Skagfirðinga var forseti
fundarins. Umræðuefni voru nægileg fyrir fundinum,
og voru þau öll landbúnaðarmál. Fyrstu málin, sem
hreyft var við, voru tíundir til prests og kirkju, en
það mun, þegar til kom, ekki hafa þótt rjett að
1) Gísli Konráðsson: Æfisaga, Reykjavík 1911—14 bls. 229—246. — Brjefið
sem Jóhann Kristjánsson prentar aftan við æfisögu G. K. bls. 315—316
mun vera samið af Sigvalda Jónssyni skáldi, sem var i »Norðurreið«.
2