Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 40
36
Norðurreiðin 1849 og síðar.
[Andvari.
VII. Norðarreiðarmenn.
í æfisögu Gísla Konráðssonar bls. 310—312 telur
Jóhann Kristjánsson lítið eitt færri en hjer er gjört.
Af rjettarböldum sýslumanns Eggerts Briems má þó
sjá, að mennirnir hafa verið íleiri en þar eru taldir.
Hjer verður því gerð tilraun til að telja þá upp á
ný, og jafnframt verður þess getið, ef mennirnir eiga
afkomendur sem nú eru kunnir. Úr Skagafirði voru
í »norðurreið«:
Björn Gunnlaugsson á Skíðastöðum,
Gunnlaugur Björnsson í Hvammi í Laxárdal,
Pálmi Jónsson á Selá,
Jón Árnason á Kleif,
Jens Jónsson á Gili,
Stefán Ólafur Reykjalín á Ingveldarstöðum,
Jón Gíslason á Kimbastöðum,
Teitur Guðmundsson á Innstalandi,
Bjarni Bjarnason á Meyjarlandi, einn af foringjum
fararinnar faðir síra Þorkels Bjarnasonar á Reyni-
völlum.
Sigurður Guðmundsson á Heiði, einn af foringjum
fararinnar höfundur »Varabálks«; móðurfaðir síra
Sigurðar Stefánssonar alþingismanns og Steíáns
skólameistara Stefánssonar á Akureyri.
Guðmundur Kristjánsson í Vatnskoti,
Guðmundur Þorláksson á Hellulandi,
Gísli Árnason í Ketu,
Stefán Bjarnason á Geirmundarstöðum,
Þorleifur Bjarnason á Ríp,
Jón Jónsson í Dæli,
Indriði Gíslason (Konráðssonar) á Húsabakka, einn