Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 23
Andvari].
Norðurreiðin 1849 og síðar.
19
lendinga, sem þar fengu sæti, en lýsir jafnframt yfir
því í konungsbrjefi 23. Sept. 1848, að engin endileg
ákvörðun verði tekin um þau grundvallaratriði stjórn-
arfyrirkomulagsins, sem hið sjerstaka ásigkomulag
íslands muni hafa í för með sjer, fyrr en samkoma
landsmanna sjálfra hefði látið upp álit sitt um þau,
og heitir því, að þau frumvörp, sem nauðsynleg verði
í þessu efni, muni verða lögð fyrir næsta Alþingi,
þingið 1849. Þetta konungsbrjef Ijet Rósenörn stipt-
amtmaður prenta á dönsku með íslenzkri þýðingu
i Reykjavík 26. október 1848, til þess að boðskapur
konungs gæti orðið hverjum manni kunnur. íslend-
ingar, sem hugsuðu um landsmál, höfðu veturinn
fyrir sjer. Sjaldan munu þjóðernishugsjónir lands-
manna hafa flogið hærra, og sjaldan munu frelsis-
vonir þeirra hafa verið sterkari en velurinn 1848—
49. Reir áttu sjálfir að fá að hafa atkvæði um
sín eigin stjórnmál. Orð skáldsins voru að verða
veruleiki:
Vaki vaskir menn, | til vinnu kveöur
giftusamur konungur | góða þegna.
Frelsisdagur íslands var runninn eða órunninn að
eins. þeir áttu og vildu vakna.
Flestum mun þvi hafa þótt svo um Skagafjarðar-
og Eyjafjarðarsýslur, þeim sem hugsuðu um annað
en dagstritið, sem frjálslegri tímar væru fram
undau. Menn dæmdu »festu«-uppboðin vægðarlaust,
og lögðu megnustu óvild á þau. Umboðsbrjefin
voru liart stíluð, og þeim var erfitt að fullnægja.
Leíguliðuin var því auðsagt upp. Verst þótti mönnum
að 16 skildinga sekt var ákveðin fyrir hvern heyhest,
sem látinn var af jörðinni, svo leiguliðar gátu ekkf
hjálpað um hey, hvernig sem stóð á. — Með þessu