Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 87
Andvarij.
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
83
állinn) eru nú veidd unnvörpum á vesturströndum
Evrópu, ekki ti) svínafóðurs, eins og áður var títt,
heldur til þess að flytja þau lifandi austur um álfuna
til uppvaxtar í fljótum og vötnum. Mikið hefir fengist
að vita um göngur fiska, með merkingum eða á
annan hátt.
Aflaskýrslur hafa verið endurbættar og samræmd-
ar í samvinnuríkjunum, og verða sennilega með tim-
anum miklu fullkomnari og viðtækari en þær eru
enn. Fleira mætti til tína, en þetta ætti að nægja til
þess að sýna fram á, að mikið hefir áunnist með
samvinnu vísindamanna á þessu sviði, á mjög stutt-
um tíma, þrátt fyrir hina miklu truflun af völdum
styrjaldarinnar, þegar öll samvinna fór í inola, og
ekkert rannsóknaskip mátti sýna sig á rúmsjó. Og
þó er þetta varla nema byrjunin, því að þó margt
sé nú i Ijós leitt, sem fyrir skömmu var óþekt, er
þó enn fleira í myrkrum hulið. Komist aftur á ró í
heiminum og menn fara að vinna saman, eins og
áður, þá má búast við miklum árangri í framtíð-
inni, þeim árangri, að fiskveiðar megi reka á skyn-
samlegan hátt, eftir vísindalegum reglum (rationelt),
eins og menn nú stunda landbúnað, en ekki eins
og fyrirhyggjulaust dráp (Rovdrift).
f*egar nú þess er gætt, að fiskveiðar eru tiltölulega
lílill atvinnuvegur í flestum þeim ríkjum, sein tekið
hafa þátt í samvinnunni, þá mundi það eigi síður
vera ástæða lil fyrir ísland, þar sem fiskiveiðar eru
einn aðalatvinnuvegurinn, að leggja nokkurn skerf
til þessara rannsókna. Og ekki vantar oss verkefnin.
Enn er þekkingin á árlegum breytingum sjávarhita
og strauma kringum landið og áhrif þeirra á veðráttu,
sviflif, göngur síldar, þorsks, ýsu og annara nytja-