Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 79
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
75
sem eg þóttist fróðari en þeir, 2) að gera þær rann-
sóknir á sjó og í vötnum, sem tök yrðu á, og 3) að
safna í Reykjavík upplýsingum úr gömlum ritum,
prentuðum og óprentuðum, um ýmislegt, sem snerti
fiskiVeiðar á liðnum tímum, og veiðiskýrslum úr ýms-
um landshlutum og fylgjast þaðan með ganginum í
veiðunum og öðru merkilegu á því sviði.
Arið 1884—85 hafði A. Feddersen ferðast hér, að
tilhlutun landsstjórnarinnar, til þess að rannsaka
lax- og silungsveiði, og árið 1892 og 93 sendu Danir
hingað ungan dýrafræðing W. Lundbeck til fiski-
rannsókna á kolaveiðakúttara við Vesturland, og má
segja, að rannsóknir mínar yrðu að nokkuru leyti
tramhald af rannsóknum þeirra. Ferðaðist eg nú um
mestan hluta landsins, þar sem veiðar voru stund-
aðar að nokkuru ráði, næstu 6 árin og varð margs
vísari, bæði af sögusögn annara og eiginathugun,
því víðast átti eg kost á að sjá ýmis konar nýaflaðan
fisk, sjá veiðarfæri og báta og heyra skoðanir fiski-
manna á ýmsum fiskimálum og hugmyndir um lif
og lífshætti fiskanna.
Um þetta leyti var það orðið algengt fyrir löngu,
að gera samþyktir um veiðar í sjó og vötnum. Lögðu
sumar þeirra, að mínu áliti, svo mikil höft á athafna-
frelsi manna, að það gat ekki réttlætst með öðru en
því, að fullsannað væri, að þær væru bráðnauðsyn-
legar til þess t. d. að vernda fiskstofna frá fækkun,
eða til þess að hindra veiðarfæraspjöll og yfirgang.
Gerði eg mér því alt far um að kynnast öllum á-
stæðum og kom þá í Ijós, það sem mig hafði grunað
eða vissi að sumu leyti fyrir fram, að þær voru, að
því leyti sem þær bönnuðu brúkun veiðarfæra eða
beitu, að mestu sprottnar af þekkingarleysi á lits-