Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 51
Andvari|.
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
47
og aðrir Eyfirðingar eru farnir að beita kufiski; en
það er reyndar ekki svo nýtt í raun og veru, því
að þeir byrjuðu á því 1904. Það gerði Rósinkar
Guðmundsson frá Æðey; hafði hann þá flutt sig bú-
ferlum að Kjarna í Möðruvallaplássi og haft með
sér kúfisksplóg. Reyndi hann með honum á nokkur-
um stöðum með Árskógarströnd, en árangurslítið.
Loks fanst gott svæði við Sauðanes á Upsaströnd og
þar er nú allur kúfiskurinn tekinn, og kvað vera
þar mikil mergð hans. Er honum nú alment beitt
og þykir allgóð beita, einkum fyrir smærri fisk.
Menn draga plóginn ýmist á eftir mótorbátum eða
með »línuspili« þeirra, en tíðast á sérstökum plógbát-
um með láréttri vindu (ekki lóðrétlri, eins og vestra)
og segja að það fari betur með strenginn. Hér heyrði
eg líka bábiljuna um »kúfiskskálfa«, o: innýflaorm-
inn Malacobdella grossa, sem menn halda að sé »ungi«
kúfisksins, en hann verpir eggjum og þeim örsmáum
(sbr. skýrslu 1915 —16, bls. 129).
Ferð til Norðíjarðar.
Úr Eyjafirði fór eg á »Sterling« 27. júlí áleiðis til
Austfjarða; þar hafði eg aldrei safnað neinum gögn-
um til aldursrannsókna og er það svæði þó ekki
ómerkilegast, því að þar er sjór að jafnaði kaldastur
og ekki ólíklegt, að það muni setja mark sitt á vöxt
þeirra fiska, er dvelja þar árið uin kring eða lang-
dvölum. Eg valdi mér Norðfjörð, sem er sú veiði-
stöð á Austfjörðum, sem staðið hefir fremst undan-
farin ár í veiðum og hafði líka þann kost fyrir mig,
að hún er á miðjum Austfjörðum úti við hafið, og
veiðar stundaðar bæði grunt og djúpt, á róðrarbáta
og mótorbáta.